Són - 01.01.2007, Blaðsíða 50

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 50
JÓN B. GUÐLAUGSSON50 okkur teljast alls 29 samtals eða liðlega 3% íbúanna. Má það telj- ast merkilegt í bæ með um 900 íbúa þá. En þarna er allt tínt til sem gat ort bögur rímréttar.1 Hér víkur Sigurður að hetju þessara skrifa, Karli Jónassyni, sem lengstum annaðist búreikninga Sjúkrahússins á Seyðisfirði – og kallar hann raunar „snilling“. Um merkingu þess orðs verða menn líkast seint með öllu sammála en víst er um það að er ég tók að skyggnast í það sem eftir Karl liggur sannfærðist ég um að hann hefur sannlega verið meira en mundangsrímari. Nefnir Sigurður þá í sama mund, vinina og samstarfsmennina Karl Jónasson og Kristján lækni Krist- jánsson (1870–1927) sem um sína daga var mjög áberandi í bæjar- lífinu þar eystra. Lifandi leifturmyndir þeirra beggja er að finna í minningabókunum tveimur er rithöfundurinn Guðmundur G. Haga- lín ritaði um ár sín í ritstjórastóli á Seyðisfirði, Stóð ég úti í tunglsljósi og Ekki fæddur í gær. Kemur þar fram hrifning Hagalíns á þeim félögum báðum enda bættu þeir hvor annan upp, annar með orðheppni sinni og andagift, hinn með söngrödd, sjentilmennsku, hljóðfæraleik og tónsmíðum. Svo vill til að varðveist hefur lítið dæmi um það er fram spratt er þeir Karl og Kristján læknir lögðu saman, nefnilega þýðing þeirra á kvæðinu Die Grenadiere eftir Heine er frægt hefur orðið við lag tónskáldsins Schumanns. Sneri Kristján ljóðinu úr þýsku en Karl felldi það í rím og stuðla: Til Frakklands báðir þeir héldu heim, úr hergreipum rússneskra fjanda. Sú saga sem Þjóðverjinn sagði þeim, var síðasta raun þeim til handa. Og það var hin sorglega, sárbeitta frétt, að svift væri land þeirra frelsi. Allt kappalið Frakklands í kvíar sett og keisarinn færður í helsi. Þá urðu hljóðir þeir hermenn tveir og hvarmana vættu tárin. Annar kvað: „Ég ei afber meir, nú ýfast upp gömlu sárin.“ 1 Minningarbrotin eru hvorki ár- né dagsett og eru í vörslum Arngríms Sigurðssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.