Són - 01.01.2007, Blaðsíða 111

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 111
PABLO NERUDA – MAÐUR OG HAF 111 Eftir að hafa drukkið sjóina undrumst við að varir okkar séu áfram jafnþurrar og strendurnar og við leitum að einum sjó enn án þess að skilja að varir okkar eru strendurnar og við erum sjórinn. En nú var komið að síðustu þolrauninni. Gamall og veikur, en fær um að lifa í fimm ár enn, samkvæmt umsögn læknis síns — að því til- skyldu að ekkert óvænt beri við, verður hann fyrir nýju reiðarslagi: uppreisn hersins gegn þjóðkjörnum forseta landsins og vini hans, Salvador Allende, árið 1973. Enn ein blóðidrifin valdataka í lífi hans og nú í hans eigin landi. Hann sér árásina á forsetahöllina sýnda aftur og aftur í sjónvarpinu, heyrir af fangelsunum og aftökum manna, margra sem eru vinir hans, í þúsundatali. Hryllingurinn er alls staðar og verður honum ofraun. Matilde kona hans reynir að hlífa honum við því sem er að gerast, segir sem svo að kannski sé þetta ekki eins hræðilegt og það sýnist. „Nei, það er ekki rétt“, svarar hann, „þetta er fasisminn.“21 Aðgerðum var stjórnað af Pinochet sem gerðist síðan einræðisherra í Chíle um langt árabil og bandarískir hagfræðingar og forkólfar frjálshyggjunnar lofuðu fyrir „efnahags- undur“ í landinu. Ellefu dögum eftir uppreisn hersins deyr chíleska ljóðskáldið og nóbelsverðlaunahafinn Pablo Neruda, bugaður af atburðum þeim sem hann varð vitni að á sínum síðustu dögum.22 Líkvakan fór fram í húsi hans sem hermenn höfðu áður brotist inn í og eyðilagt margt verðmætra og fagurra hluta. Einn viðstaddra hrópar nafn hans og hópur ungra manna svarar með kallinu: „Presente! Ahora – y para siempre!“23 („Viðstaddur! Nú — og að eilífu!“). Það var fyrsta mót- mælahrópið sem heyrst hafði síðan herinn tók völdin. Við jarðarför- ina fylgdi fjöldi manns kistunni á leið í kirkjugarðinn, menn hrópuðu nafn hans og fóru með ljóð hans upphátt frammi fyrir ógnandi byssukjöftum; það var dauðaganga í tvennum skilningi þess orðs. En sjórinn innra með honum hafði að endingu sameinast út- hafinu. 21 Teitelboim, Volodia (1991:468). 22 Neruda fékk Nóbelsverðlaunin 1971, tveim árum fyrir dauða sinn. 23 Teitelboim, Volodia (1991:471).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.