Són - 01.01.2007, Blaðsíða 117
Þorsteinn Þorsteinsson
Álitamál í bókmenntasögu
Tilhneigingin til að einfalda og búa til heild
er draumur um að drottna, ekki um að skilja.1
I
Gamall kollega minn, Örn Ólafsson bókmenntafræðingur, sendir mér
tóninn í síðasta hefti Sónar vegna greinar sem ég átti í sama riti 2005.2
Ekki get ég sagt að það hafi komið mér alveg á óvart því ég hafði þar
lýst mig ósammála nokkrum atriðum í bók hans um 20. aldar bók-
menntir, Kóralforspili hafsins. Að vísu höfðum við skipst á allmörgum
tölvupóstum eftir að ég sendi honum grein mína og rætt ýmislegt sem
á milli bar, en Örn hefur af skiljanlegum ástæðum viljað skýra mál sitt
á opinberum vettvangi. Hann er vígfús maður og lætur í sér heyra ef
einhver leyfir sér að skrifa um efni sem hann hefur fjallað um áður og
er ekki sammála honum eða vitnar ekki nægilega í bækur hans. Benda
má á viðbrögð hans við bókunum Sagnalist eftir Þorleif Hauksson,
ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson og nú síðast
Íslenskri bókmenntasögu Máls og menningar IV. og V. bindi, svo þrjú
nýleg dæmi séu nefnd.3 Ég er því kominn í góðan félagsskap sem á
eflaust fyrir sér að vaxa og dafna.
Í upphafi lætur Örn svo ummælt að grein mín sé vel skrifuð og að
ýmis fróðleikur sé þar saman dreginn; einkum dáist hann að ljóða-
þýðingum mínum (ég á eina í greininni!). Hann eyðir þó ekki fleiri
orðum að því sem kynni að mega telja henni til tekna heldur vindur
sér óðara í að fjalla um það sem hann kallar óvandaðar tilvitnanir
mínar, óvandaða meðferð á fræðiritum, kreddufestu, orðhengilshátt,
lokleysur, yfirsjónir, mótsagnir, rangfærslur og annað sem hann finn-
ur greininni til foráttu. Þetta eru alvarlegar ásakanir, og mesta furða
að nokkur skuli nenna að svara svo arfavitlausri ritsmíð, en ég geri
1 „Unification and simplification are fantasies of domination, not understanding.“
Barbara Johnson (1989:170).
2 Örn Ólafsson (2006a:123–39) og Þorsteinn Þorsteinsson (2005:87–138).
3 Örn Ólafsson (2004, 2005a og 2006b).