Són - 01.01.2007, Side 94

Són - 01.01.2007, Side 94
HEBA MARGRÉT HARÐARDÓTTIR94 hljómi við þá ljúfu tóna sem vaka yfir öllu. „Þaðan þú komst með barnsins birtu og yl“ vísar sennilega til þess að hún hafi endurfæðst á jörðu. Ljóðmælandi telur hana vera staðfestingu þess að andleg veröld sé til, að „bak við heimsins reyk“ sé „blikskært bál“. Það ljóm- ar af „glóhærðu dísinni“ því hún er himnesk sál sem birtir sann- leikann um hið eilífa ríki. Lokaorð Jakob Jóhannesson Smári er mikilvirkasta sonnettuskáld Íslendinga fyrr og síðar. Hann hefur ort fleiri sonnettur en nokkur annar Íslend- ingur og tileinkaði sér formið og gerði að sínu framar öðrum skáld- um. Þegar hann byrjaði að yrkja höfðu ýmis íslensk skáld glímt við sonnettuformið síðan Jónas Hallgrímsson kynnti það fyrir Íslend- ingum árið 1844. Að eigin sögn kynntist Jakob forminu þó ekki að ráði fyrr en hann hóf nám í Kaupmannahöfn.37 Hann orti frá upphafi sonnettur bæði að ítalskri og enskri fyrirmynd. Í fyrstu ljóðabók hans, Kaldavermslum, voru þær ensku reyndar aðeins fjórar en þær ítölsku mun fleiri, eða 39. Fram að því er Jakob hóf að yrkja sonnettur notuðu íslensk skáld nánast undantekningarlaust ítalska formið. Það er ekki að undra þótt íslenskur sonnettuskáldskapur hafi í fyrstu byggst á ítölsku hefðinni því að hún var mun útbreiddari en sú enska. Í Danmörku og Þýskalandi til dæmis var ítalska sonnettan í miklum hávegum. Það var því eðlilegt að Jónas Hallgrímsson sækti í smiðju þeirrar hefðar. Jakob Smári var á margan hátt brautryðjandi í íslenskum sonn- ettukveðskap. Það má segja að hann hafi kynnt ensku sonnettuna fyrir Íslendingum og hann varð fyrstur til að tileinka sér hana að ráði. Þá er sonnettusveigur hans einsdæmi í íslenskri bragsögu. Jakob þreyttist aldrei á að reyna á þolrif bæði enska og ítalska formsins, ekki síst rímmöguleika þeirra. Hann bjó til mýmörg tilbrigði við hvora gerðina um sig og sennilegt er að sum þeirra eigi sér fáa eða enga líka. Þrátt fyrir að Jakob hafi ort fjöldann allan af sonnettum og birt þær í öllum ljóðabókum sínum virðist hann ekki hafa náð almennum vin- sældum. Þar með er þó ekki öll sagan sögð. Fullyrða má að sonnettan „Þingvellir“ hafi orðið ástsæl meðal þjóðarinnar, enda tekin upp í lestrarbækur, og vandlátir ljóðavinir hafa jafnan kunnað að meta hið fágaða ljóðskáld sem Jakob Smári var. 37 Matthías Jóhannessen (1978:96).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.