Són - 01.01.2007, Blaðsíða 15

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 15
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 15 kveðskap.30 Kristján vekur einnig athygli á því að í íslenskum sam- tímakveðskap mynda sérhljóðarnir einn jafngildisflokk þó svo að raddglufulokunin sé valfrjáls í talmáli í dag.31 Þá bendir Kristján á þá staðreynd að í íslenskum kveðskap stuðlaði j við sérhljóða allt fram á 18. öld. Samkvæmt kenningunni hefðu þá orð sem byrja á j einnig orðið að hafa þessa raddglufulokun, sem Kristján telur ólíklegt.32 Sögulegur uppruni sérhljóðsins – Kock-Classen-kenningin Í riti því eftir Axel Kock,33 sem nefnt var fyrr í greininni setti hann fram nýja kenningu um það hvers vegna sérhljóðarnir mynduðu einn jafngildisflokk. Kenning hans var málsöguleg og gekk út á það að á frumgermönskum tíma hefðu sérhljóðarnir ekki stuðlað hver við annan heldur a aðeins stuðlað við a, e við e og svo framvegis rétt eins og k stuðlar aðeins við k og g við g. En í tímans rás hefur sérhljóða- kerfið fyrir tilstilli ýmissa málfræðilögmála gengið í gegnum miklu meiri breytingar en samhljóðarnir. Hljóðvörp hafa meðal annars vald- ið miklum breytingum á framstöðusérhljóðum meðan framstöðu- samhljóð héldust óbreytt. Kock tekur dæmi um orðin allr og endi. Upphaflega höfðu þessi orð sama framstöðusérhljóðið; alls : andeis. En síðan gerist það að i-hljóðvarp breytir a í e (andeis > endi). Í eldri kveðskap, sem skáld og ljóðaunnendur þekktu og kunnu, komu þessi orð fyrir og stuðluðu saman samkvæmt gömlu venjunni en þegar svo er komið að orðið andeis er almennt borið fram með e skapast ójafn- vægi í stuðlunarvenjunum og við tekur tímabil þar sem stuðlað er í báðar áttir. Þetta er þekkt fyrirbæri í bragfræði þegar framburðar- breytingar eiga sér stað í tungumálinu sem ort er á og vitað er að stuðlunarvenjurnar breytast miklu seinna en framburðurinn. Kock telur að breytingar á framstöðusérhljóðunum hafi þannig riðlað gömlu bragreglunum og þegar frá leið hafi svo skapast sú venja að sérhljóðarnir mynduðu einn jafngildisflokk. 30 Um sérhljóðastuðlun í finnsku má t.d. lesa í Kiparsky (1968:139) og í bókinni Early Irish metrics eftir Gerard Murphy (Murphy 1961:36–37) er gerð grein fyrir sérhljóðastuðlun í fornírsku. 31 Kristján Árnason (2000:6–7). 32 Kristján Árnason (2000:7–8). 33 Kock (1889–1894).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.