Són - 01.01.2007, Blaðsíða 138

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 138
Kristján Árnason Chrysoris – Gullbringuljóð Jóns Þorkelssonar Það mun vart ofmælt að Jón Þorkelsson Skálholtsrektor eða Thor- chellius, eins og hann nefndist á sínum tíma, hafi verið einn mesti lærdómsmaður og menntafrömuður sem íslensk þjóð hefur alið. Hann fæddist árið 1697 í Innri Njarðvík, á sömu slóðum og annar mikill lærdómsfrömuður, Sveinbjörn Egilsson, tæpri öld síðar, sonur hjónanna Þorkels Jónssonar og Ljótunnar Sigurðardóttur sem átti ætt að rekja til Árna Oddssonar lögmanns. Jón var snemma settur til mennta og lauk prófi frá Skálholtsskóla árið 1715 og guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla árið 1721. Eftir dvöl við bóknám og fræðistörf þar ytra fram til ársins 1728 sneri hann heim og gerðist rektor Skálholts- skóla. Svo virðist sem hann hafi átt erfitt uppdráttar í því embætti, þannig að hann sagði því lausu 1737 og hvarf á ný til Hafnar en kom aftur heim til Íslands árið 1741 sem samstarfsmaður og leiðsögu- maður Ludvigs Harboe á yfirreið hans um landið og vann með honum til 1745 að eflingu skólastarfs og kristnihalds á landinu með góðum árangri. Að því búnu lá leið hans enn til Danmerkur þar sem hann bjó til æviloka 1759. Síðustu ár sín var Jón á ríflegum ríkis- launum og lét eftir sig miklar eignir er hann lést, ókvæntur og barn- laus, og gaf þær allar til skólahalds í Kjalarnesþingi handa fátækum og munaðarlausum börnum. En hann lét ekki einungis eftir sig eigur heldur líka mörg ritverk sem bera lærdómi hans vitni og eru af ólíkum toga, allt frá þýðingum guðfræðirita og sálma á íslensku til frumsaminna verka á latínu, jafnt ritgerða sem kvæða. Þar ber hæst tvö mikil og metnaðarfull sagna- kvæði á latínu, annars vegar Eclogarius Islandicus, sem hefur að geyma einskonar ágrip af Íslandssögu, og hins vegar kvæðið, Chrysoris, sem er lofgerð eða laudatio um heimasýslu skáldsins, Gullbringusýslu, og heitir raunar eftir henni, þar sem það er samsett úr grísku orðunum χρυσóς (gull) og óρος (fjall), og eins og við er að búast í slíkum kveðskap telur hann sýslunni flest til gildis, jafnt í náttúru sem mann-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.