Són - 01.01.2007, Blaðsíða 132
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON132
42 Þorsteinn Þorsteinsson (2007:39–40).
43 „Til varnar skáldskapnum“, Sigfús Daðason (2000a:48 og 40–41).
44 Þorsteinn Þorsteinsson (2005:97).
Ljóðið er klassík núorðið en aðferð þess er ólík því sem tíðkaðist í
hefðbundnum skáldskap, og við höfum heimildir um að ýmsum
ljóðavinum þótti það á sínum tíma óskiljanlegt og fáránlegt – einkum
fyrsta línan – og undruðust ekki þótt höfundum slíkra verka fyndist
„mannshöfuð nokkuð þungt“.42 Í málsvörn sinni fyrir skáldskapinn
sem Sigfús sendi frá sér ári síðar setti hann sér það mark að reyna að
„minnka bilið milli almennings og nútímaskáldskapar“. Hann fjallaði
um þá mótbáru að hin nýja ljóðlist væri erfið:
Menn segja um nútímaljóð: Þetta er óskiljanleg þvæla, þið eruð
bara að gera ykkur merkilega með því að raða saman orðum
sem ekki eiga saman, osfrv. […] Ég vil biðja ykkur, kæru les-
endur, hvað sem ykkur kann að vera sagt, að hafa það í huga
að varla nokkurt sæmilegt skáld yrkir myrkt til þess að yrkja myrkt.
[…] Í öðru lagi er þessi óskiljanleiki oft ekki annað en þjóðsaga:
það er nú einu sinni viðurkenndur „sannleikur“ að nútímaljóð
séu óskiljanleg og þá skulu þau vera það hvað sem tautar og
raular. En oft eru þau í rauninni mjög auðveld. Þau krefjast
aðeins nokkurrar vinnu lesenda. Og öll list og öll ljóð krefjast
ekki aðeins vinnu listamannsins heldur einnig þess sem nýtur.
Listaverk er samvinna þess sem skapar og hins sem nýtur, eða
réttara sagt, njótandinn fremur einnig skapandi starf.43
Nútímaljóð eru margvísleg og möguleikar þeirra virðast ótæmandi.
Ég lýsti í Sónargrein minni nokkrum leiðum sem opnuðust þegar
horfið var frá brag.44 Ég ætla ekki að endurtaka það hér en benda ein-
ungis á eitt þeirra atriða sem tilkoma fríljóða gerði möguleg og skáld-
unum sjálfum fannst skipta miklu máli, en það var hin nýja tegund
hrynjandi. Til að mynda fagnaði Ezra Pound ákaflega því sem hann
kallaði ‚hrynjandi tónhendingarinnar‘.
Þó að meirihluti ljóða Tímans og vatnsins sé bundinn beitir Steinn
Steinarr þar einnig frjálsu hljóðfalli glæsilega, til að mynda er fjór-
tánda ljóð bálksins (nr. sex í styttri gerðinni) mikil listasmíð frá því
sjónarmiði: