Són - 01.01.2007, Blaðsíða 107

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 107
PABLO NERUDA – MAÐUR OG HAF 107 Og hann endar töluna með þessum orðum: Þið verðið að skilja það, skilja að við, skáld í spænskumælandi Ameríku og skáld Spánar, getum aldrei gleymt eða nokkru sinni fyrirgefið morðið á þeim manni sem við vitum að var mestur á meðal okkar, leiðandi andi þessa augnabliks í tungumáli okkar. Fyrirgefið einnig að ég hef af öllum harmkvælum Spánar, minnt ykkur aðeins á líf og dauða eins skálds. Við getum aldrei gleymt þessum glæp eða fyrirgefið hann. Við munum ekki gleyma hon- um og við munum aldrei fyrirgefa hann. Aldrei.13 IV Áður en Neruda hefst handa við að yrkja ljóðin í Canto general (Allsherjarsöngur) hugar hann að sínum eigin heimkynnum, landi sínu og Rómönsku Ameríku. Hann ferðast um álfuna eftir Kyrrahafs- ströndinni og upp í Andesfjöll til Machu Picchu, inkaborgarinnar frægu. Hann skoðar sinn eigin uppruna og verður meðvitaðri um sjálfan sig sem þegn Rómönsku Ameríku. Eftir veru sína á Spáni sest hann að í heimalandi sínu, Chíle, og verður virkur í stjórnmálabar- áttu þar. Hann gerist þingmaður fyrir kommúnistaflokkinn næstu tvö árin, þar til hann fer í útlegð til Evrópu 1948 vegna ofsókna stjórn- valda á hendur kommúnistum og verkalýðshreyfingu landsins. Í Canto general rekur Pablo Neruda sögu Rómönsku Ameríku frá upphafi. Hann greinir frá því hvernig landvinningar Spánverja sneru við frumbyggjum álfunnar á þeim dögum þegar ríki inka og azteka stóð með mestum blóma. Hann rekur í ljóðunum sögu sem er and- stæð þeirri sem stendur í skólabókum og er ef til vill lygi frá rótum eða að minnsta kosti ekki nema hálfur sannleikurinn. Í viðleitni sinni að finna uppruna álfunnar og menningu hennar hefur hann ferð sína áður en Kristófer Kólumbus kemur til sögunnar og raunar áður en maðurinn sjálfur birtist á sviðinu. Í fyrsta hluta bókarinnar, sem heitir Ljósker á jörðu, yrkir hann um gróðurinn, dýrin, árnar og steinana, og minnir á að náttúran var til löngu áður en mennirnir komu til að þekja hana lygum sínum og gervum. Hann snýr aftur til frumstæðrar náttúru mannsins og finnur þar frumkrafta þess kynþáttar sem síðar meir fæddist til þessarar jarðar. „Ljósker á jörðu er vissulega sköpunarsaga Neruda. Hún segir frá 13 Neruda, Pablo (1984:63).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.