Són - 01.01.2007, Blaðsíða 19

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 19
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 19 gildisflokka. Væri svo gætu einstakir þættir eins hætt að skipta máli í stuðluninni þannig að p geti stuðlað við b eða f, svo dæmi sé tekið.54 Undir þetta tekur Suzuki55 og Minkova56 er sama sinnis og segir að [n] og [m], svo dæmi sé tekið, hafi ekki síður sameiginlega þætti og gætu eins stuðlað saman eins og [a] og [i]. Ný sýn á sérhljóðastuðlun Í seinni tíð hafa komið fram nýjar kenningar um sérhljóðastuðlun. Roman Jacobson57 skýrir fyrirbærið með því að setja fram töflu yfir íslensk málhljóð þar sem samhljóðin eru pöruð saman eftir sameigin- legum þáttum og síðan raðað upp eftir því hvort þau eru „þanin“ (tense) eða „lin“ (lax); þ.e. /k/ : /g/ – /p/ : /b/ – /f/ : /v/ – /t/ : /d/ – /s/ : /þ/, þar sem fyrra hljóðið (t.d. /k/) er þá þanið en það seinna (t.d. /g/) er lint. Við þessi pör bætir hann svo58 einu pari enn sem er annars vegar „þanið skriðhljóð“ (tense glide) og hins vegar „lint skriðhljóð“ (lax glide). Þanda skriðhljóðið er samkvæmt þessu /h/ og lina skriðhljóðið er það sem Jakobson kallar „hið eina algjör- lega ómarkaða tóma fónem í íslensku“.59 Síðan bendir hann á að fráblástur sé einn af þeim þáttum sem geta fylgt lokhljóðum en í hljóðinu /h/, þ.e. þanda skriðhljóðinu, er fráblásturinn hins vegar eini þátturinn. Lokhljóð sem hafa ekki fráblástur eiga aðra þætti eftir. Sú er hins vegar ekki raunin með lina skriðhljóðið, sem er frábrugðið þanda skriðhljóðinu að því leyti að það hefur ekki fráblásturinn, hefur einfaldlega engan þátt, er eins konar hljóðfræðilegt tóm. Sérhljóðastuðlunina skýrir Jakobson út frá þessu hljóðfræðilega tómi. Það sem ber uppi stuðlunina er í raun ekki sérhljóðarnir held- ur þetta lina skriðhljóð (lax glide). Hann tekur dæmi af vísu eftir Einar Benediktsson: Veri signuð _okkar _átt _auðgist hauðrið fríða; beri tignarhvarminn hátt heiða auðnin víða. 54 Jakobson (1963:88). 55 Suzuki (1996:310). 56 Minkova (2003:139). 57 Jakobson (1963). 58 (eftir að hafa nefnt /l/ og /r/, sem ekki koma við þessa sögu) 59 ... the sole wholly unmarked, zero phoneme of Icelandic. Jakobson (1963:86).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.