Són - 01.01.2007, Blaðsíða 9

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 9
Ragnar Ingi Aðalsteinsson Gátan um sérhljóða- stuðlunina Inngangur Í Háttatali Snorra Sturlusonar er gerð grein fyrir stuðlasetningar- reglum eins og þær tíðkuðust þá í norrænum kveðskap.1 Snorri skýrir fyrst stuðlun með samhljóðum, sem hann kallar samhljóðendur, og tekur fram að ef stuðlað sé þannig skuli nota sama samhljóðann bæði sem höfuðstaf og stuðla. Síðan víkur hann að sérhljóðunum, sem hann kallar hljóðstafi, og segir: „En ef hljóðstafr er höfuðstafrinn, þá skulu stuðlar vera ok hljóðstafir, ok er fegra at sinn hljóðstafr sé hverr þeira.“2 Jón Ólafsson Svefneyingur víkur að þessu máli í bók sinni Om Nordens Gamle Digtekonst og segir: „ ... því að þannig laga sérhljóðarnir sig hver að öðrum, rétt eins og þeir væru sami bókstafurinn.“3 Þetta þýðir með öðrum orðum að reglan er sú að ef sérhljóðar eru notaðir sem ljóðstafir má nota saman hvaða sérhljóða sem er. Það sem Snorri bætir við um að fallegra sé að nota saman mismunandi sérhljóða er hins vegar smekksatriði til skoðunar fyrir þá sem vilja fegra og bæta braginn. Sú staðreynd að sérhljóðarnir megi stuðla hver við annan hefur valdið miklum heilabrotum meðal fræðimanna. Hvernig stendur á því að um leið og gerð er krafa um að samhljóðarnir séu þeir sömu leyf- ist að sérhljóðarnir séu mismunandi? Margar tilraunir hafa verið gerðar til þess að skýra fyrirbærið. Hér á eftir verður vikið að helstu kenningum um þetta mál, þær skýrðar og rakin saga þeirra í stuttu máli um leið og fjallað verður um gagnrýni sem hver þeirra um sig hefur fengið af fræðimönnum gegnum tíðina. Fyrst verður rætt um svokallaða raddglufulokunarkenningu sem felur í sér elstu skýring- 1 Ég þakka nafnlausum ritrýni fyrir ágætar athugasemdir við þessa grein. 2 Snorri Sturluson (1999:4). 3 ... thi saa beqvemmer sig den eene Vokal til den anden, ligesom de alle vare een Bogstav. Jón Ólafsson Svefneyingur (1786:29).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.