Són - 01.01.2007, Blaðsíða 106

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 106
BERGLIND GUNNARSDÓTTIR106 Á Spáni eru um þetta leyti blikur á lofti í stjórnmálum og sótt að lýðveldinu sem stofnað hafði verið skömmu áður. Rafael Alberti var orðinn kommúnisti og starfaði fyrir málstað lýðveldisins og reyndi að fá félaga sinn frá Chíle til að leggja því lið. Neruda fylgdist með málum og tók eftir ýmsu, en var ekki pólitískur á þeim tíma, enda allur á kafi í ljóðagerðinni og naut félagsskapar vinar síns Lorca og fleiri spænskra skálda og listamanna. „Ég veit ekkert um pólitík,“ sagði hann við Alberti, „ég er svolítið „anarchoid“ — vil gera það sem mér sýnist.“10 Alberti finnur handa honum og konu hans hús í Madrid, kallað „Blómahúsið“, þar sem þau setjast að. Það var síðar eyðilagt í loftárásum í borgarastríðinu. Segja má að Neruda hafi gerst kommúnisti á einni nóttu. Það var einn tiltekinn atburður sem umsneri honum tafarlaust, en það var morðið á vini hans Lorca í blábyrjun borgarastríðsins þegar herinn reis upp undir stjórn Francos gegn lýðveldisstjórn Spánar. Þá orti hann ljóðið „Nokkur atriði útskýrð“, sem Ingibjörg Haraldsdóttir hefur þýtt á íslensku.11 Það birtist í bók hans um Spánarstríðið, España en mi corazón (Spánn í hjarta mínu), en sú bók var gefin út í Katalóníu á meðan á stríðinu stóð við allsérstæðar aðstæður. Hún var prentuð af hermönnum lýðveldishersins í Montserrat-klaustri, ekki fjarri skotdyn vígstöðvanna og í pappírsgerðina voru meðal annars notuð föt og sárabindi, óvinafáni og skyrta af márískum fanga. Morðið á Lorca olli gífurlegum harmi og reiði, ekki aðeins á Spáni heldur víða um heim. Í ræðu um Lorca sem Neruda hélt í París árið 1937 segir svo: Federico García Lorca! Hann var jafn samtvinnaður þjóðinni og gítarinn, glaður og melankólskur; jafn djúpur og heiðskír eins og barn, eins og þjóðin. Þótt leitað hefði verið um allar grundir, þrætt skref fyrir skref hvert fet af landinu til að finna einhvern sem mætti fórna — fórna eins og táknmynd, hefði ekki verið hægt að finna í neinum eða neinu ámóta og það sem fyrirfannst í þessum manni sem var útvalinn: en það er eðliskjarni Spánar, lífskraftur landsins og djúpspekt. Já, þeir völdu vel, því með því að skjóta hann hæfðu þeir hjarta kynstofnsins.12 10 Teitelboim, Volodia (1991:165). 11 Ingibjörg Haraldsdóttir (1991:157–160). 12 Neruda, Pablo (1984:59–60).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.