Són - 01.01.2007, Blaðsíða 33

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 33
HALLGRÍMUR PÉTURSSON SKÁLD ALÞÝÐUNNAR 33 Þjóðsögur um ævi Hallgríms hafa tekið að myndast mjög snemma. Það sést best á því að í ævisögu hans sem Vigfús Jónsson í Hítardal (1736–1795) skrifar eru ýmsar slíkar sagnir sem hann hefur orðið að styðjast við og það verður reyndar að segjast að einmitt þær sögur gefa frásögninni líf og lit. Þar er og svohljóðandi lýsing af Hallgrími og háttum hans: Að ytra útliti hafði hann verið stór og óliðlega vaxinn, dökk- ur á hár og hörund, svo sem hann sjálfur stingur á í gamanvísu sinni á þennan hátt: Sá, sem orti rímur af Ref, reiknast ætíð glaður, með svartar brýr og sívalt nef, svo er hann uppkastaður (málaður). Hann var í söng mjög stirðraddaður, hvörsdagslega skemmt- inn og glaðsinna, svo hann kastaði oftlega gamanvísu fram um ýmsa tilburði, sem tilféllu og broslegir voru, hvar af orsakaðist enn fremur skemmtan, hvað stundum þótti þó um of, helzt ef nokkrir kátir riðu undir hann, þar hönum hafði verið gjarnt að vera í þeirra selskap, jafnvel þar sem fjölmenni var, svo sem í brúðkaupum og á alþingi, hvað velvildarmönnum hans var ógeðfellt, svo að þó þeir vildu halda hönum þar frá, samt tókst það ekki að vilja þeirra, því maðurinn var upp á slétta bænda- vísu í siðferði og háttalagi, hvar af það sést að það hét um hann sem aðra menn: Hvör hefir sinn brest. Samt meðkenna og játa allir, sem af skynsemi tala og sannleikann vilja segja, að hann var þar fyrir utan hinn gáfu- og andríkasti prédikari og hið besta skáld á síðari tímum hér á landi, hvar um ljósast bera vitni hans sálmar og kveðlingar, hvörjir nú varla fást óafbakaðir, og trauð- lega finnst gamanvísa eður kvæði eftir hann, ef rétt fengist, að ei megi þekkjast frá annarra kvæðaskap.2 Má af þessu glöggt sjá að höfðingjunum, vinum Hallgríms, hefur þótt nóg um alþýðleika hans. En sá þáttur í fari hans stuðlaði ekki hvað síst að vinsældum hans meðal alþýðu allrar og engin furða þótt af honum gengju sögur sem með tímanum uxu og runnu inn í þjóð- 2 Vigfús Jónsson (1947:21–22).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.