Són - 01.01.2007, Blaðsíða 81

Són - 01.01.2007, Blaðsíða 81
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 81 „Nú heyri eg minnar þjóðar þúsund ár“ Að sögn Jakobs sjálfs er „Þingvellir“ hans besta kvæði. Það er fræg- asta sonnetta hans og jafnframt ein af fegurstu sonnettum sem ortar hafa verið á íslensku. Um tildrög sonnettunnar og efnistök lét Jakob eftirfarandi orð falla: „Kvæðið er ekki ort á Þingvöllum, eins og ætla mætti, heldur í Reykjavík og ekki í tilefni af 1000 ára hátíð Alþingis 1930, en það ár kom það út í Perlum, heldur 1926 og er aðeins byggt á endurminningum um tign og þýðingu staðarins og örlög þjóðar- innar að fornu og nýju.“24 Sonnettan birtist síðan aftur í annarri ljóðabók skáldsins, Handan storms og strauma. Þingvellir Sólskinið titrar hægt um hamra’ og gjár, en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu. Himininn breiðir faðm jafn-fagurblár sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu. Og hingað mændu eitt sinn allra þrár, ótti og von á þessum steinum glóðu; og þetta berg var eins og ólgusjár, — þar allir landsins straumar saman flóðu. Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár, geymist hér, þar sem heilög véin stóðu, höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár, sem tími’ og dauði’ í sama köstinn hlóðu. Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúsund ár sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi hljóðu. Fyrst er lýsing á staðháttum. Hamrar og gjár, vatnið og fjöllin tilheyra Þingvöllum. Náttúruöflin eru bundin Þingvöllum tryggðaböndum. Þau hafa í engu breyst frá því menn gengu þar um í fyrsta sinn þús- und árum áður. Sólskinið, himinninn og fjöllin eru persónugerð. Sonnettan hefur yfirbragð kyrrðar og stillingar. Öll hreyfing í fyrsta 24 Matthías Jóhannessen (1978:99).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.