Són - 01.01.2007, Blaðsíða 81
„NÚ HEYRI’ EG MINNAR ÞJÓÐAR ÞÚSUND ÁR“ 81
„Nú heyri eg minnar þjóðar þúsund ár“
Að sögn Jakobs sjálfs er „Þingvellir“ hans besta kvæði. Það er fræg-
asta sonnetta hans og jafnframt ein af fegurstu sonnettum sem ortar
hafa verið á íslensku. Um tildrög sonnettunnar og efnistök lét Jakob
eftirfarandi orð falla: „Kvæðið er ekki ort á Þingvöllum, eins og ætla
mætti, heldur í Reykjavík og ekki í tilefni af 1000 ára hátíð Alþingis
1930, en það ár kom það út í Perlum, heldur 1926 og er aðeins byggt
á endurminningum um tign og þýðingu staðarins og örlög þjóðar-
innar að fornu og nýju.“24 Sonnettan birtist síðan aftur í annarri
ljóðabók skáldsins, Handan storms og strauma.
Þingvellir
Sólskinið titrar hægt um hamra’ og gjár,
en handan vatnsins sveipast fjöllin móðu.
Himininn breiðir faðm jafn-fagurblár
sem fyrst, er menn um þessa velli tróðu.
Og hingað mændu eitt sinn allra þrár,
ótti og von á þessum steinum glóðu;
og þetta berg var eins og ólgusjár, —
þar allir landsins straumar saman flóðu.
Minning um grimmd og göfgi, þrek og sár,
geymist hér, þar sem heilög véin stóðu,
höfðingjans stolt og tötraþrælsins tár,
sem tími’ og dauði’ í sama köstinn hlóðu.
Nú heyri’ eg minnar þjóðar þúsund ár
sem þyt í laufi’ á sumarkvöldi hljóðu.
Fyrst er lýsing á staðháttum. Hamrar og gjár, vatnið og fjöllin tilheyra
Þingvöllum. Náttúruöflin eru bundin Þingvöllum tryggðaböndum.
Þau hafa í engu breyst frá því menn gengu þar um í fyrsta sinn þús-
und árum áður. Sólskinið, himinninn og fjöllin eru persónugerð.
Sonnettan hefur yfirbragð kyrrðar og stillingar. Öll hreyfing í fyrsta
24 Matthías Jóhannessen (1978:99).