Són - 01.01.2007, Page 19
GÁTAN UM SÉRHLJÓÐASTUÐLUNINA 19
gildisflokka. Væri svo gætu einstakir þættir eins hætt að skipta máli í
stuðluninni þannig að p geti stuðlað við b eða f, svo dæmi sé tekið.54
Undir þetta tekur Suzuki55 og Minkova56 er sama sinnis og segir að
[n] og [m], svo dæmi sé tekið, hafi ekki síður sameiginlega þætti og
gætu eins stuðlað saman eins og [a] og [i].
Ný sýn á sérhljóðastuðlun
Í seinni tíð hafa komið fram nýjar kenningar um sérhljóðastuðlun.
Roman Jacobson57 skýrir fyrirbærið með því að setja fram töflu yfir
íslensk málhljóð þar sem samhljóðin eru pöruð saman eftir sameigin-
legum þáttum og síðan raðað upp eftir því hvort þau eru „þanin“
(tense) eða „lin“ (lax); þ.e. /k/ : /g/ – /p/ : /b/ – /f/ : /v/ – /t/ : /d/ – /s/ :
/þ/, þar sem fyrra hljóðið (t.d. /k/) er þá þanið en það
seinna (t.d. /g/) er lint. Við þessi pör bætir hann svo58 einu pari enn
sem er annars vegar „þanið skriðhljóð“ (tense glide) og hins vegar
„lint skriðhljóð“ (lax glide). Þanda skriðhljóðið er samkvæmt þessu
/h/ og lina skriðhljóðið er það sem Jakobson kallar „hið eina algjör-
lega ómarkaða tóma fónem í íslensku“.59 Síðan bendir hann á að
fráblástur sé einn af þeim þáttum sem geta fylgt lokhljóðum en í
hljóðinu /h/, þ.e. þanda skriðhljóðinu, er fráblásturinn hins vegar eini
þátturinn. Lokhljóð sem hafa ekki fráblástur eiga aðra þætti eftir. Sú
er hins vegar ekki raunin með lina skriðhljóðið, sem er frábrugðið
þanda skriðhljóðinu að því leyti að það hefur ekki fráblásturinn,
hefur einfaldlega engan þátt, er eins konar hljóðfræðilegt tóm.
Sérhljóðastuðlunina skýrir Jakobson út frá þessu hljóðfræðilega
tómi. Það sem ber uppi stuðlunina er í raun ekki sérhljóðarnir held-
ur þetta lina skriðhljóð (lax glide). Hann tekur dæmi af vísu eftir
Einar Benediktsson:
Veri signuð _okkar _átt
_auðgist hauðrið fríða;
beri tignarhvarminn hátt
heiða auðnin víða.
54 Jakobson (1963:88).
55 Suzuki (1996:310).
56 Minkova (2003:139).
57 Jakobson (1963).
58 (eftir að hafa nefnt /l/ og /r/, sem ekki koma við þessa sögu)
59 ... the sole wholly unmarked, zero phoneme of Icelandic. Jakobson (1963:86).