Són - 01.01.2007, Síða 107
PABLO NERUDA – MAÐUR OG HAF 107
Og hann endar töluna með þessum orðum:
Þið verðið að skilja það, skilja að við, skáld í spænskumælandi
Ameríku og skáld Spánar, getum aldrei gleymt eða nokkru sinni
fyrirgefið morðið á þeim manni sem við vitum að var mestur á
meðal okkar, leiðandi andi þessa augnabliks í tungumáli okkar.
Fyrirgefið einnig að ég hef af öllum harmkvælum Spánar, minnt
ykkur aðeins á líf og dauða eins skálds. Við getum aldrei gleymt
þessum glæp eða fyrirgefið hann. Við munum ekki gleyma hon-
um og við munum aldrei fyrirgefa hann. Aldrei.13
IV
Áður en Neruda hefst handa við að yrkja ljóðin í Canto general
(Allsherjarsöngur) hugar hann að sínum eigin heimkynnum, landi sínu
og Rómönsku Ameríku. Hann ferðast um álfuna eftir Kyrrahafs-
ströndinni og upp í Andesfjöll til Machu Picchu, inkaborgarinnar
frægu. Hann skoðar sinn eigin uppruna og verður meðvitaðri um
sjálfan sig sem þegn Rómönsku Ameríku. Eftir veru sína á Spáni sest
hann að í heimalandi sínu, Chíle, og verður virkur í stjórnmálabar-
áttu þar. Hann gerist þingmaður fyrir kommúnistaflokkinn næstu tvö
árin, þar til hann fer í útlegð til Evrópu 1948 vegna ofsókna stjórn-
valda á hendur kommúnistum og verkalýðshreyfingu landsins.
Í Canto general rekur Pablo Neruda sögu Rómönsku Ameríku frá
upphafi. Hann greinir frá því hvernig landvinningar Spánverja sneru
við frumbyggjum álfunnar á þeim dögum þegar ríki inka og azteka
stóð með mestum blóma. Hann rekur í ljóðunum sögu sem er and-
stæð þeirri sem stendur í skólabókum og er ef til vill lygi frá rótum
eða að minnsta kosti ekki nema hálfur sannleikurinn. Í viðleitni sinni
að finna uppruna álfunnar og menningu hennar hefur hann ferð sína
áður en Kristófer Kólumbus kemur til sögunnar og raunar áður en
maðurinn sjálfur birtist á sviðinu. Í fyrsta hluta bókarinnar, sem heitir
Ljósker á jörðu, yrkir hann um gróðurinn, dýrin, árnar og steinana,
og minnir á að náttúran var til löngu áður en mennirnir komu til að
þekja hana lygum sínum og gervum. Hann snýr aftur til frumstæðrar
náttúru mannsins og finnur þar frumkrafta þess kynþáttar sem síðar
meir fæddist til þessarar jarðar.
„Ljósker á jörðu er vissulega sköpunarsaga Neruda. Hún segir frá
13 Neruda, Pablo (1984:63).