Són - 01.01.2007, Síða 117

Són - 01.01.2007, Síða 117
Þorsteinn Þorsteinsson Álitamál í bókmenntasögu Tilhneigingin til að einfalda og búa til heild er draumur um að drottna, ekki um að skilja.1 I Gamall kollega minn, Örn Ólafsson bókmenntafræðingur, sendir mér tóninn í síðasta hefti Sónar vegna greinar sem ég átti í sama riti 2005.2 Ekki get ég sagt að það hafi komið mér alveg á óvart því ég hafði þar lýst mig ósammála nokkrum atriðum í bók hans um 20. aldar bók- menntir, Kóralforspili hafsins. Að vísu höfðum við skipst á allmörgum tölvupóstum eftir að ég sendi honum grein mína og rætt ýmislegt sem á milli bar, en Örn hefur af skiljanlegum ástæðum viljað skýra mál sitt á opinberum vettvangi. Hann er vígfús maður og lætur í sér heyra ef einhver leyfir sér að skrifa um efni sem hann hefur fjallað um áður og er ekki sammála honum eða vitnar ekki nægilega í bækur hans. Benda má á viðbrögð hans við bókunum Sagnalist eftir Þorleif Hauksson, ævisögu Halldórs Laxness eftir Halldór Guðmundsson og nú síðast Íslenskri bókmenntasögu Máls og menningar IV. og V. bindi, svo þrjú nýleg dæmi séu nefnd.3 Ég er því kominn í góðan félagsskap sem á eflaust fyrir sér að vaxa og dafna. Í upphafi lætur Örn svo ummælt að grein mín sé vel skrifuð og að ýmis fróðleikur sé þar saman dreginn; einkum dáist hann að ljóða- þýðingum mínum (ég á eina í greininni!). Hann eyðir þó ekki fleiri orðum að því sem kynni að mega telja henni til tekna heldur vindur sér óðara í að fjalla um það sem hann kallar óvandaðar tilvitnanir mínar, óvandaða meðferð á fræðiritum, kreddufestu, orðhengilshátt, lokleysur, yfirsjónir, mótsagnir, rangfærslur og annað sem hann finn- ur greininni til foráttu. Þetta eru alvarlegar ásakanir, og mesta furða að nokkur skuli nenna að svara svo arfavitlausri ritsmíð, en ég geri 1 „Unification and simplification are fantasies of domination, not understanding.“ Barbara Johnson (1989:170). 2 Örn Ólafsson (2006a:123–39) og Þorsteinn Þorsteinsson (2005:87–138). 3 Örn Ólafsson (2004, 2005a og 2006b).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.