Són - 01.01.2014, Blaðsíða 17
Baráttan fyrir skáldskapnum 15
Nábúi minn [Magnús Stephensen] giört hvörki med Qvedlíngunum
í Vinagledi né Sálmum sínum, heldur spillt hönum og drepid þad
Technisk-Mechaniska sem i hönum var komid til Fullkomnunar, nei
Gröndal [Benedikt Gröndal eldri] bætti best Andann hiá þeim heldri,
og þarum hefdi átt ad tala i Líkrædu hanns – aldrei finnst mér hann
heldur þvíngadur, því styrdur er hann víst ecki, en útmetid Ordaval
má ecki Þvíngun heita.
(Bjarni Thorarensen 1943 II:132-133)
Það vekur hér athygli að enn er smekkurinn til umræðu, hinn gamli
og nýi. Auk þess birtist sú skoðun að sálmabókin 1801 hafi í raun verið
afturför frá Grallaranum. Það er líka eftirtektarvert að Bjarni lítur svo á
að rímur séu í framför.
Þegar Bjarni Thorarensen opnaði nýja viðbætinn, sem hann skrifar vini
sínum hneykslaður um, blasir t.d. þetta við í 3. sálmi: (Vidbætir…:1819:4):
Jesús Kristur vor vinur er,
vinfengi hans fulltreystum vér,
samvitsku’er ógnun eydir;
flýum því gladir fund hans á,
er frelsa nádi’oss qvølum frá,
og til lífs eilífs leidir.
2. Af elsku til vor ofan frá,
Guds einka Son steig jørdu á,
og madur verda vildi;
o þann føgnuð, sem fáum vér!
Frelsari vor hann ordinn er;
prísum hans miklu mildi.
Og í 19. sálmi er þetta (Vidbætir…:22):
Gud þig ad elska gódi minn!
gagn er mitt bædi’og skylda,
aud heims mót því og upphefd finn,
alls eckert mega gylda;
sannarleg elskan sjálfur ert,
sérhver þín skipan vottar bert,
miskunar géd þitt milda.