Són - 01.01.2014, Blaðsíða 89
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 87
Hallar helgum degi og húma inni fer.
Vinur, litli vinur! Ég vonast eftir þér.
Vinur, elsku vinur! Viltu finna mig?
Langar mig að hjala í hljóði ögn við þig.
Ból við móðurbarminn búið drengnum er.
Samtímis sækja nú svefn og lúi’ að þér.
Kæri, litli drengurinn, komdu’ og finndu mig!
Kveða skal ég svolítið kvæði við þig:
(Bls. 107)
Það er móðirin sem mælir í flestum barnaljóðanna. Hún ávarpar börnin
gjarna og ræðir við þau eða um þau. Um yrkisefni barnaljóða Erlu í
Æfin týrum dagsins hef ég áður fjallað í ævisögu Guð finnu sem nefnist
Þráin skapar þagnardrauma mína og er í fimmta bindi Ritsafns Guðfinnu
Þorsteinsdóttur. Þar segir meðal annars:
Börnin í ljóðunum birtast helst við leik og þeim verður flest að ævin-
týri í dagsins önn. Það getur verið lítill tófu krakki, geymdur um
stund í tunnu, sem gerir hvers daginn að ævintýri eða ný útsprung inn
fífi ll á bæjar hól, líka brekku snigill sem ratar í lítinn lófa eða tálgað
leik fang úr spýtu, að ekki sé nú minnst á skuggann sem hermir eftir
hverri hreyfingu eða kringlóttan mánann sem er eins og stór bolti og
gaman væri að leika sér að. Og þá er nú ekki ónýtt að láta mömmu aka
sér í hjólbörum um túnið eða fá að ríða priki og heim sækja kannski
afa í fjarlægri sveit, fá að leggja lið með lítilli hrífu í hey skapnum
þó sáturnar velti um koll eða bara að reka kýrnar. Og það má meira
að segja sigla báti sínum um fjar læg höf í skólp fötunni þó það hafi
vissulega sínar afleiðingar! Ævin týrin eru þannig allt um kring í lífi
ungra barna. […] En ævin týrin geta líka verið sorgleg. Tófu pabbi
er skotinn frá litlu börnunum sínum, andar ungi finnst dauður og
lemstr aður spói deyr þótt honum sé hjúkrað. Það má fella tár yfir
minna. Önnur ævintýri fara betur þó illa horfi um sinn eins og þegar
ærin Kolla, sem segir frá í þulunni Ævintýri dagsins, varð afvelta og
bjargaðist naumlega undan honum krumma.
(Anna Þorbjörg Ingólfs dóttir 2013:347‒348)
Umhverfi ljóðanna er sveitin og því ekki undarlegt þótt þau fjalli mörg
um dýr og samskipti barnanna við þau. Ljóðin bera vott um ríka virð-
ingu fyrir öllu lífi, ekki síst fyrir því smáa og varnar lausa, hvort sem um
er að ræða dýr og jurtir eða börn, eins og víðar má finna í skáld skap