Són - 01.01.2014, Blaðsíða 61
nýjar skjálfHendur á 12. öld 59
Önnur gamansaga um skjálfhendur er sögð í framhaldi af því að Rögn-
valdur og menn hans björguðust af skipbroti. Vísuhelmingur sem þar
er farið með hefur hrynjandi sem er einstök en vegna efnis hans um
skjálfta og af því að þriðja vísuorðið er með stuðlasetningu eins og í
skjálf hendu og með rími í annarri bragstöðu, tel ég vísu helminginn vera
skjálf hendan. Laust mál er úr útgáfu Finnboga Guðmunds sonar en vísa
Rögn valds er úr útgáfu Judith Jesch:
Þá váru gǫrvir fyrir þeim eldar stórir, ok bǫkuðusk þeir þar við.
Griðkona kom inn ok skalf mjǫk ok mælti í skjálftanum, ok skilðu
menn eigi, hvat hon mælti. Jarl kvezk skilja tungu hennar:
Dúsið ér, en Ása
— atatata — liggr í vatni,
— hutututu — hvar skalk sitja? —
— heldrs mér kalt — við eldinn.
(Finnbogi Guðmundsson 1965:197–198; Jesch 2009a:587)
Hér eru tvö óvenjuleg orð mynduð með endurtekningu á sérhljóði og
tann hljóðinu t: atatata og hutututu. Bæði orðin bera stuðul og rím.
Atatata í öðru vísuorði er framhald af orðinu Ása með endur tekn ingu
á seinna sérhljóðinu. Í þessu vísuorði eru átta atkvæði sem skipta þarf á
sex brag stöður og til þess þarf að taka saman veik atkvæði í atatata. Þar
sem öll at kvæðin í atatata hljóta að vera borin eins fram og öll hafa rím,
er eðli legt að gera ráð fyrir tveimur sterkum bragstöðum, SS. Hrynjandi
vísu orðsins verður SSVVSV, sem er algeng hrynjandi í jöfnum vísu-
orðum dróttkvæða, eða SSSVSV sem væri skjálfhent.
Hutututu er endur tekning á byrjun orðins hvar og er merkileg heimild
um hv-framburð. Af henni sést að Rögnvaldur gat tekið hu- framan af
orðinu hvar (gert v að atkvæðis bæru u). Augljóslega á það að vera kuld-
inn sem fær grið konu til að stama bæði orðin Ása og hvar.7 Hér má
einn ig taka saman fjögur veik atkvæði í tvær sterkar bragstöður og fjöldi
brag staða verður við það réttur. Orðið hvar hefur stutt (veikt) at kvæði
sem er lengt með sam loðun við eftir fylgjandi orð hvarskalk og getur þess
7 Sveinbjörn Egilsson (1860:27 og 416) skráði orðin atatata og hutututu sem uppflettiorð í
orðabók sinni og sagði þau vera upphrópanir. Judith Jesch (2009a:587) taldi einnig að hér
væri um sérstök orð að ræða, sambanber: „‘atatata; hutututu’: The prose context suggests
that these otherwise unparalleled words are to be interpreted as onomatopoetically
representing the chattering teeth of the shivering woman.“ Ég er fyrstur til að tengja
þessi skjálftaorð við aðliggjandi orð, þ.e. Ása og hvar.