Són - 01.01.2014, Blaðsíða 18
16 Þórður Helgason
19. sálmur er upphaflega eftir Jón Jónsson frá Möðrufelli og var þá fyrsta
línan svo: „Að elska þig minn góði guð“, sem vissulega hljómar betur.
Magnús Stephensen, sem var ekki gott skáld, breytti þessu og fékk
fyrir hatur Jóns sem setti saman gríðarlangt rit um hversu sálmabók
Magnúsar væri hörmulegt verk.
Fjölnismönnum verður ekki tíðrætt um sálma. Í fyrsta tölu blaði
Fjölnis birtist þó grein eftir Loðvík Kristján Müller þýdd úr Den nord
iske KirkeTidende (1833). Greinina kallaði Kristján Athugasemdir um
Ís lend ínga, eínkum í trúarefnum. Kristján þessi ber Íslend ingum að
mörgu leyti vel söguna en er kemur að skáld skap fallast honum hendur:
„Það sem er skjaldgæfast á Íslandi er fegurðar tilfinníng og skáld-andi“
(Loðvík Kristján 1835:37). Að vísu fjallar hann ekki beint um sálma, utan
Hall grím Pétursson lítillega, en erfitt er að líta fram hjá þeim þætti þar
sem um fjöllunar efni hans er einmitt trúarefni.1
Austfirðingur nokkur skrifar í 2. árgang Fjölnis árið 1836. Þar segir
hann meðal annars:
Af nísömdum guðræknisbókum hefi jeg ekki sjeð í ár, nema
hugvekjusálmana út af Stúrms-hugvekjum …
Jeg varð í firstu allglaður við, þegar jeg sá þetta kver; því það er
fágjætt að sjá so lángann flokk frumkveðinna nírra sálma koma hjer
í ljós, þó margir kvarti um, að Íslendíngar sjeu – eins og satt er –
heldur fátækir af sálmum, er hagkvæmir sjeu firir þessa tíma. Enn
þegar jeg var búinn að lesa meíra enn eptirmálann, þá fór heldur að
fara af mjer feíginleíkurinn … Því er miður, að þessir sálmar, eins og
mart af hinum andlegu ljóðmælum, sem birzt hafa um sinn … ber
ekki vitni um mikla köllun eða andagipt þeírrar kinslóðar, sem nú er
uppi, til að ebla hjá okkur guðræknina með góðum sálmum … Víst
er mikill munur á sálmum sjera Jóns Hjaltalíns og sálmabulli Vig-
fúsar Schewings … Enn ofur báglega finnst mjer höfundi hugvekju-
sálmanna þó hafa tekist með þá. First er skáld skapurinn sum staðar
þrauta lega stirður: víða brotið út af hinum al kunnug ustu reglum ljóð-
fræðinnar; settir skakkt höfuð stafir eða valdir óhentug lega; hrúg að
saman eíns atkvæðis orðum; ofmargir hljóðstafir – harðir, sam kinja
eða sömu samhljóðendur, látnir rekast meínlega saman, standa of
1 Útgefendur Fjölnis telja í neðanmálsgrein að Loðvík eigi við „sumt af kvæðunum í Skírni,
eða þá einhvurjar rímur“. Í eftirmála útgefendanna (bls. 47) kemur fram að Kristján þessi
ferðaðist um Ísland sumarið 1832 til að læra betur íslensku. Fram kemur í grein Loðvíks
(bls. 43) að honum þykir Hallgrímur ekki jafnast á við Kingo og Brorson en um sálma
Hallgríms segir hann (bls. 43): „… hljóma þeír so hjartnæmt og eínfaldlega um trú og
von kristinna, að valla mun nokkur, sem kristinn er, lesa þá án uppbyggíngar“.