Són - 01.01.2014, Blaðsíða 131
„frosinn og má ei losast“ 129
Eins og áður var nefnt er ný sögu hyggjan ,ný‘ sögu hyggja og lofar nýjum
tengslum við fortíðina:
Á meðan skamm lífið er hluti af veruleikanum mun veru leikinn
breytast stans laust, og þær breytingar krefjast stöðugrar endur ritunar
sögunnar. „Enginn efast lengur um það á vorum dögum,“ sagði
Goethe viss í sinni sök, „að veraldarsöguna þarf að endurskrifa öðru
hverju.“ Með öðrum orðum þá gerir sögu hyggjan ráð fyrir því, mótuð
af hugsana gangi nú tímans, að sagan verði alltaf endur sköpuð. Þess
vegna ein kennist saga sögu hyggjunnar af stöðugri kröfu um hið nýja.
(Brook 1991:32)6
Samkvæmt Johnston voru rómantískar bókmenntir á Eng landi meira
og minna hreinsaðar af póli tískum tengslum sínum við frönsku bylt ing-
una í skrifum fræði manna eftir miðja nítjándu öld. Í þeim bók mennt-
um sem valdar voru, taldar framúr skarandi og felldar inn í hefðar veldið
(kanónuna), var heilmikið af tilfinninga ríkum textum en ótrúlega lítið
af eld fimum sögu legum og samfélags legum til vísunum. Módern istar á
fjórða og fimmta áratug tuttugustu aldar höfðu vantrú á róman tískri
tilfinninga semi og á því skeiði rýrnaði enn það sem ræða mátti af
róman tískum bók menntum. Talsmenn ný rýni á sjötta og sjöunda ára-
tug liðinnar aldar völdu enn úr hinu róman tíska safni eða kanónu og
endur reistu sumt en í huga nýrýni manna snerist fagurfræði ekki um
tengsl við pólitík og sögu. Það útilokaði að mestu marxisma og annan
sögu skilning og stóð í vegi fyrir kynja fræði og viðhorfum jaðar hópa sem
síðar fengu meira svig rúm.
Viðhorf rómantíska tímabilsins til náttúrunnar hefur hér vissu lega
nokkra sérstöðu vegna þess að með iðn byltingu og róman tísku skeiði
urðu hvörf í skilningi Vestur landa búa á tengslum manns og nátt úru. Þau
hvörf skipta miklu máli þegar lesið er úr skáld skap Jónasar Hallgríms-
sonar. Frá því að hin svo kallaða iðn bylt ing hófst hefur við horfið til
náttúr unnar og með ferðin á henni verið eitt af alvar leg ustu og við-
kvæmustu umræðu efnum hugsandi manna. Sama gildir um við horf til
frelsis og trúar og síðast en ekki síst um sjálf skiln ing okkar. Hug myndir
6 „So long as temporality is a component part of reality, reality undergoes continual trans-
formations, transformations necessitating continual rewritings of history. “That world
history has to be rewritten from time to time,” Goethe confidently announced, “is no
longer doubted by anyone these days.” Put another way, historicism, a product of the
modern imagination, assumes that history will always be made new. As a result, the
history of historicism is marked by perpetual claims to newness“ (Brook 1991:32).