Són - 01.01.2014, Blaðsíða 47
Baráttan fyrir skáldskapnum 45
Lengsti dómurinn um sálmabókina nýju birtist í Þjóð viljanum árið
1886. Sá sem skrifar hann, S.S., fer hrak legum orðum um gömlu sálm-
ana. „En eptir því sem frá leið, og kvæði hinna yngri ljóð skálda vorra
tóku að glæða fegurðar tilfinning þjóðar innar, svo að hún fór að bera
skyn á skáld skapar lega fegurð í formi og efni, þá urðu gallar hennar
[sálma bókar frá 1801] æ berari og berari“ (S.S. 1886:19).
Þá víkur S.S að hinni nýju bók og fullyrðir að með henni hafi orðið
hin mesta framför. Þar ber Valdimar Briem af að hans mati og af frum-
sömd um sálmum á hann bestu sálmana og tekst í þeim að sam eina
„skáld legt fjör og hug mynda gnótt við kristilegt andríki, að þeir mega
margir hverjir heita sannarlegt snilldarverk … Á sumum þeirra er ekki
frítt fyrir að sé eins og lyriskur blær…“ (1887:22).
Í Austra birtist ritdómur sem merktur er Styr birni í Höfn. Styr björn
hefur fátt eitt gott að segja um bókina; frá gangur hennar er að hans
mati fyrir neðan allar hellur, verðið nær ekki nokk urri átt og hvað efni
varðar rís það ekki hátt í heild. „En svo að eg þó segi, að gott hafi verið
að þessi sjöskáldanefnd varð til, þó að hún hafi ekki gætt sín vel, þá má
telja þessari bók til gyldis eitt, og eru það hinir mörgu sálmar séra Valde-
mars Ólafs sonar (Bríems). Þá er menn lesa sálma hans eptir ýmis legt af
hinu nýja dótinu … er þar enginn sam jöfn uður á, svo vel hefur honum
alla jafna tekist, bæði að andríki, málsnilld og allri fágun“ (Styr björn í
Höfn 1886:95). Styr björn ræður þrátt fyrir þetta fólki frá því að kaupa
sálma bókina fyrr en verðið lækkar.
Helgi Hálfdánar son skrifar Valdi mari 3. desem ber sama ár eftir að
grein Styr bjarnar birtist og fram kemur að hann tekur dóm hans nærri
sér „sem jeg verð að kalla níð grein, að því er snertir aðgjörðir Sig fúsar
[Eymunds sonar] og sálma mína. Höfundur inn [Styr björn] … hrósar þar
sálm um þínum, eins og þeir í sannleika eiga skilið … og hamast einkum
móti öllu í bók inni, sem komið er frá mjer, sem ónýtu, andalausu og
merg lausu“ (Lbs. 2837 4to).
Jón Bjarnason, prestur í Vestur heimi og fornvinur Matt híasar, fagnar
sálma bókinni og lofar þýðendur og höfunda sálmanna, mest þó Matt-
hías. Jón er afar harð orður um íslensku kirkjuna í upphafi greinar sinnar
í Sam eining unni: „Kirkjan íslenzka, eða að minnsta kosti stjórn hennar,
þolir enga breyting. Hún á eigi að svo stöddu annars úrkosti heldr en að
halda sér uppi í sama stein gjörfings forminu og áðr. – En nú kemr sálma-
bókin nýja, og talar stórum á móti þessu“ (Jón Bjarnason 1886:105).
Þrátt fyrir það að Jón fagni verkinu má glöggt finna að honum þykir
sem á stundum hafi verið gengið of langt, of mörgu sleppt af hinu gamla