Són - 01.01.2014, Blaðsíða 158
156 Þórunn sigurðardóttir
atkvæði, jafn mismunur eður tónaháttur, stuttur eða langur og annað
þessu líkt, og öngvaneginn brúkast í vorum skáldskap færri vareygðir,
leyfi, fígúrur og annarlegar þýðingar heldur en í latínskum skáld skap
sjálfra höfuðskáldanna. Hér að auk í gömlum kveðlingum eru svo margar
orðfurður liðlegar og snotrar að í einu erindi hafa þeir innilukt tvö eður
fleiri ljóðaefni og skilningsgreinir sem sér á víxl svara, hvað þeir hafa
kostgæfilega gaumgæft og grundað. Svo margir eru þar inni og fyrir
hittast, logogriphi, málkrókar og gamanýkjur artuglega tilfundnar, svo
að jafnvel sjálfum höfuðskáldunum verður hér að óuppleysanlegt
vandræði, og lesendurnir þó orðin skilji þá skilja þeir lítið eður ekkert
um sjálft efnið. En þessari vorri skáldskaparlist þá hæli eg ekki þar fyrir
svo mikil lega að eg í þessu tungumáli er inni borinn og barn fæddur,
eður og hér af lítinn smekk og nasavit þegið, heldur þess vegna að þessi
list er sérdeilis og stök gáfa, full af menntum, list og námi, hvört hið
sama eitt hvört vort bóklært skáld, og í þessari list fróðlega upp mennt-
aður, kann auðveldlegar með sinni nálægð einum skarp skyggnum og
snar vitrum manni, þó vort tungumál megi ókunnugt vera, fyrir sjónir
setja. Hér næst og framar hefur vor skáldskapur það enn eitt sér deilis legt
til að bera að jafnvel þó í almennilegum tungumálum hvör einn, eftir sið
og skikki síns landskapar, kunni ljóð að dikta, orð að binda og sér til
gagns eður gamans að snúa, samt verður enginn sá skáld í voru tungumáli,
og ekki án stórrar mæðu og erfiðismuna getur nokkur þann auðveldasta
bragarhátt eður ferskeytt erindi með réttri art saman komið, jafnvel þó
hann það freklega girnist, utan hann sérdeilislega skáldskapargáfu hafi
þar til þegið, og svo sem af nokkurs konar skáldskapar andagift þar til
stjórnist, hvör skáldskapargift að sönnu, svo sem aðrar náttúr unnar
hreyfi ngar til falla og hlotnast, sumum meiri, sumum minni, sumir gjöra
kveðlinga liðlega, forhugsaðir, nokkrir af ákafri andagift með nokkurs
konar hraðmælgi og málfimi fram ausa strax af stundu sjálfkrafa og ófor-
þenktir, og óviðbúnir, allra handa bragarháttum, svo allt hvað þeir
áforma að tala og fram segja verður allt skáld skapur og kveð lingar, svo
sem það frábæra skáld forðum hjá þeim rómversku um sína skáld skapar-
gift og gáfu meðkenndi, og ekki er þeim greiðari sundurlaus en bundin
ræða. Leggðu það og hér til að strax í fyrstu barnæsku þá gefur af sér
þess háttar náttúra viss og glögg kennimerki, og ekki er það undan fell-
andi né yfir þegjandi að þessi náttúruhreyfing er skörpust og áköfust
með nýju tungli, og að eitt þjóðskáld þá hann öðrum skáldskapinn fram
þylur eður þá hann sjálfur kveður, og semur kveðlingana af marki og
alvöru, þá má þér sá virðast annaðhvört víndrukkinn eður hálf galinn,