Són - 01.01.2014, Blaðsíða 80

Són - 01.01.2014, Blaðsíða 80
78 anna ÞorBjörg ingólfsdóttir aðeins beitt þar einu sinni. Hún bætir því við að Draumur teljist reyndar alls ekki til þulna í þrengri merkingu orðsins þótt Ólafur birti það meðal þulna í safni sínu (bls. 129). Yelena Sesselja telur líklegt að hrynjandin í kvæðinu Draumur hafi hrifið Huldu og þar eð samtímamenn hennar hafi þekkt það sem þulu og af því að Hulda vitnaði auk þess í þekkta þulu í „Ljáðu mér vængi“ hafi þulunafnið fest við ljóðið (bls. 130). Við þetta má bæta að Sveinn Yngvi Egilsson hefur í grein sinni Náttúra Huldu (2011) bent á líkindi þululjóða Huldu í Sumargjöf við arabeskur (d. arabesk) danska skáldsins J.P. Jacobsens (1847‒1885) bæði að formi til og efni. Jacobsen var í uppáhaldi hjá Huldu og Sveinn Yngvi telur að spuna kenndar arabeskur hans í frjálsu formi með ójafnri línulengd og óreglu legu rími, þegar það á annað borð var fyrir hendi, hafi fallið vel að því þjóð lega efni sem hún kynntist í safni Ólafs Davíðssonar og hún hafði svo mikið dálæti á (bls. 122). Hann setur þululjóð Huldu í samhengi við form nýjungar og nýjar hugmyndir í samtímakveðskap og bendir meðal annars á að Hulda bryddi í þulu ljóðum sínum upp á „nýrri náttúru sýn með harmrænu ívafi“ (bls. 123). Sveinn Yngvi stígur skrefinu lengra en þær Guðrún Bjartmars dóttir, Ragnhildur Richter og Helga Kress þegar þær halda því fram að Hulda eigi ríkan þátt í formbyltingu alda mótanna og segir að hún sé fyrsti módernistinn í íslenskri ljóðgerð (bls. 123). Ármann Jakobsson bendir einnig á að Theodora Thoroddsen eigi ríkan þátt í form byltingunni því hann telur að þulur hennar séu undan fari módern ismans og endur spegli „hugmyndalega gerjun aldamóta áranna, bæði á Íslandi og erlendis“ (1997:123). Nýrómantísk minni, tákn og persónuleg og tilfinningarík tjáning í róman tískum anda ein kenna þulur Huldu að mati Yelenu Sesselju Helgadóttur. Dæmi um nýrómantískt minni í „Ljáðu mér vængi“ nefnir hún ófull nægða útþrá; ljóð mælandinn ætlar ekki að nýta vængina til að komast „upp til himin tungla“ eins og í til vísuninni heldur til að svífa „suður yfir höf“ en situr eftir í lok þulunnar og horfir á eftir grágæsa- móðurinni svífa burt (2003:134). Þessi rómantíski andi er að mati Yelenu Sesselju mun algengari í annars konar gömlum þjóð kveðskap, ævintýrum og þjóð sögum en í þulum síðari alda sem eru mun hversdags legri og jarð bundnari í tjáningu sinni (2003:134‒135). Hún bendir enn fremur á að fáar efnis legar til vísanir eða beinar til vitnanir úr þulum síðari alda séu í þulum Huldu og Theodoru en mun meira úr þjóð kveðskap og sögum af öðru tagi (2003:130).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.