Són - 01.01.2014, Blaðsíða 58

Són - 01.01.2014, Blaðsíða 58
56 Þorgeir sigurðsson hátt. Hér táknar hástafurinn S sterkt eða þungt atkvæði en V táknar veikt eða létt atkvæði. Í drótt kvæðum vísu orðum eru sex brag stöður. Venju lega er eitt atkvæði í brag stöðu en stundum er leyfilegt að hafa tvö veik at kvæði í brag stöðu, sjá nánar um þetta hjá Kristjáni Árnasyni (1991:126–130). Þegar tvær sterkar brag stöður standa saman tala ég um tvöfaldan áherslu topp í hrynjandi. A-gerð SVSVSV – Hér eru sex bragstöður með sterku og veiku at- kvæði á víxl. Dæmi: „Brunnu beggja kinna,“ Kormákur lv. 2/1 (Finnur Jónsson 1912:70). Þetta er algeng hrynjandi. B-gerð SSVVSV – Hér eru tvær sterkar bragstöður í upphafi vísu orðs sem mynda tvöfaldan áherslutopp og síðan koma tvær veikar brag stöður. Dæmi: „Bjǫrt ljós á mik drósar,“ Kormákur lv. 2/2 (Finnur Jónsson 1912:70). C-gerð VSSVSV – Hér hefst línan á forlið (sem fyllir bragstöðu) og á eftir koma tvær sterkar bragstöður. Dæmi: „þás hún knarrar hjarra,“ Kormákur lv. 4/5 (Finnur Jónsson 1912:71). Þetta er sjald gæf hrynjandi. Skjálfhendur hafa þrjár sterkar bragstöður sem standa saman. Styrkur þeirra er undir strikaður með því að krafist er stuðla og ríms í þeim öllum. Þetta er aðeins hægt að gera með stuðlum í fyrstu og þriðju brag stöðu og með rími í annarri stöðu. Skjálfhendur þekkjast á þessari stuðla setningu og á ríminu. Af varðveittum dæmum sést að í stað rím- atkvæðis mátti nota langt atkvæði í nafnorði eða lýsingarorði en trygg ara þótti að hafa rím (sjá um þetta tilvitnun í Snorra Sturlu son í öðrum hluta). Hrynjandi skjálf hendna er SSSVSV. Þessi hrynjandi er afbrigði- leg og hún á ekki heima í neinum af framan töldum flokkum. Dæmi um skjálf hendu er vísuorðið „veglyndr veðra grundar“ úr kvæðinu Harmsól (63/7, sjá umfjöllun um Harmsól í öðrum hluta) þar sem -lyndr og grundar hafa rím en veg- og veðra bera stuðul. Skjálfhendum hefur verið lýst þannig að þær séu afbrigði af A-gerð vísu orða með einhvers konar þungu atkvæði í fyrsta hnigi (í annarri brag stöðu),3 en ég tel réttara að tengja þær ekki við A-gerðina og hafa þær utan við venjulegt flokkunarkerfi vísuorða til marks um að hrynjandi 3 Sbr. orð Anthony Faulkes (2007:59): „All skjálfhent lines are characterised by having a ‘heavy’ first dip (Sievers type A2a), whether or not the first hending falls upon it.“ (Ein- kenni allra skjálfhendna er að hafa „þungt“ fyrsta hnig (Sievers-gerð A2a), hvort sem það hefur rím eða ekki).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Són

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Són
https://timarit.is/publication/1139

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.