Són - 01.01.2014, Blaðsíða 146
144 atli Harðarson
Æ, þér orð
sönn hvert með öðru, sum
en alhrein aldrei.
(Bls. 630)
Annað ljóð í sömu bók, sem ber yfirskriftina Strokudrengur IV, full-
yrðir að sumar hugsanir lifi fjarri öllu sem nöfnum tjáir að nefna, en ætli
sér þó einhvern tíma að komast aftur þangað sem hlutirnir hafa heiti.
Sumar hugsanir eru ætíð nafnlausar og kann að finnast kalt sem
slíkum, ekki sízt þegar hver þytur af fregn eða sveipur í sáluhliði
eignar sér hlutdeild í spurn þeirra og spá förum. En beri svo við að
menn nálgist þær hreyknir með skjólgóða og litríka nafngift, er sú
viðleitni ófyrirsynju, því sjálfar kjósa þessar hugsanir enn um sinn
ókannaðar lendur, byljótt líf, myrkur og annað misjafnt, úti, langt í
fjarska, allt fremur en nafnið, í þeirri von að komast þó einhverntíma
aftur til manna þegar viðsjálustu tyllidagarnir eru liðnir hjá.
(Bls. 638)
Hér hefur verið tæpt á hvernig efasemdir um að það sem máli skiptir
verði orðað birtast í ljóðabókum Þorsteins frá síðustu öld. Þegar nálgast
alda mót er eins og sú hugsun ágerist að sannleikurinn sé ekki bara
ósegjan legur heldur líka óþekkjanlegur. Í ljóðabókinni Meðan þú vaktir
frá 1999 er ljóð sem heitir Á reki. Þar er dregin sú mynd að við höfum
ekki yfirsýn og greinum ekki þokumekkina því „við velkjumst í svelg
þeirra sjálf“ (bls. 48). Í sömu bók er ljóðið Ferð þar sem segir að jafnvel
þótt við getum gáð hvað satt er þorum við það ekki. Þar greinir frá
manni sem
… fer í sveig
hjá dyrum sem hann grunar
að feli svarið
en þyrði ekki inn um
fyrir sitt litla líf.
(Bls. 49)
Í næstu bók Þorsteins, Meira en mynd og grunur, sem út kom 2002 mæt-
ast í einu ljóði vafi um að eitthvað mikilsvert sé segjanlegt og efasemdir
um að það sé þekkjanlegt. Þetta er ljóðið Ávarpsorð. Það endar á þessa
leið: