Són - 01.01.2014, Blaðsíða 77
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 75
Eftir mjer hún ekki beið, ‒
yzt við drangann háa
sá jeg hvar hún leið og leið
langt í geiminn bláa,
langt í geiminn vegalausa, bláa.
(Hulda 1909:23)
Hér má sjá að fyrstu tvær hendingarnar eru bein tilvitnun í síð miðalda-
þuluna Bokki sat í brunni sem áður er getið. Næstu tvær hendingar eru
auk þess greinileg tilvísun í sömu þulu þótt óbein sé: „Grágæsa móðir!
/ ljáðu mér vængi, / svo eg geti flogið / upp til himin tungla“ (Ígsvþ IV:
211). Hulda fer heldur ekki dult með dálæti sitt á þjóðsögum, þulum og
þjóð kvæða efni þegar hún segir í bréfi til Richards Beck frá árinu 1931:
Og blessaðar þjóð sögurnar og þjóðvísurnar voru leiksystur mínar. Jón
Árna son, dr. Jón Þorkelsson og Ólafur Davíðsson ástvinir mínir – og
eru. Í þeirra löndum fann ég þulurnar mínu kæru. Þær gömlu voru
eins og týndir og vængbrotnir fuglar. Ósjálfrátt fór ég að reyna að
græða þær og gefa þeim flug.
(Beck 1941:21)
Þulunafnið festist strax við þessi þrjú ljóð Huldu í Sumargjöf og er það
meðal annars rakið til Þorsteins Erlingssonar sem fjallaði um ljóð hennar
í Þjóð viljanum 1905. Hann er afar hrifinn af ljóðunum en hrifnastur þó
af „Ljáðu mér vængi“, sem hann kallar laus rímaða litla þulu (bls. 98).
Og hvergi segist Þorsteinn áður hafa séð djarfari rímbreytingu: „Það eru
gömlu þulurnar, en orðnar ungar í annað sinn, því þeirra vængir voru
bæxlaðir og skörðóttir; hér haggast engin fjöður“ (bls. 99).
Árið 1913 birtist í annarri ljóðabók Ólafar frá Hlöðum, Nokkur
smá kvæði, ljóð sem hún nefnir SólstöðuÞula.5 Það er persónu legt
náttúruljóð í anda táknsæis og engar tilvísanir í síð miðalda þulur, þjóð-
kvæði eða þjóðsögur, en formið minnir á „Ljáðu mér vængi“. Ári síðar
birtust tvö ljóð eftir Theodoru Thoroddsen í fjórða hefti Skírnis (1914)
sem hún kallar sjálf þulur og form þeirra er einnig svipað og á þulum
Huldu. Önnur þeirra hefst á þekktum hendingum: „Tunglið, tunglið
taktu mig / og berðu mig upp til skýja“. Hún fylgir þeim úr hlaði með
5 Þrjú önnur ljóð í bókinni mega ef til vill kallast stuttar þulur þótt ekki hafi þau þulu-
nafnið í titli sínum því þar er þululeg endurtekning áberandi. Þau eru: Golan mín, Vont
og verst og Í lyngmónum.