Són - 01.01.2014, Blaðsíða 113
„Þrotið er nú efnið og Þulan Búin er“ 111
bregði fyrir. Þulur skáldkvennanna, sem ortu barnaþulur á fyrri hluta
tuttugustu aldar og fram og á miðja öldina, voru persónulegri en karl-
anna sem tóku við keflinu. Þær ortu einnig hugljúfar vöggu þulur og
barna gælur en það gera karlarnir ekki. Það er hins vegar oft beittari
húmor í þulum karla, jafnvel kaldhæðni, sem fullorðnir einir skilja, og
meira um samfélags legar vísanir. Þeir yrkja líka frekar um það sem er
skrítið og skondið og snúa meira upp á tungumálið og þar fer Þórarinn
Eldjárn fremstur í flokki.
Það vekur óneitanlega athygli að staðhæfingar um þuluna sem kvenlegt
form standast ekki lengur því þegar kom fram á miðja tuttugustu öld
virðast karlar taka þulu kveðskapinn til sín og barnaþulur kvenna hverfa
úr bóka útgáfu, hvort sem þær hafa nú hætt að semja þulur eða ekki. Fáar
ljóða bækur fyrir börn hafa komið út á síðustu áratugum og karlar eru
svo til einráðir á þeim vettvangi en þeir hafa sem betur fer ekki sagt með
öllu skilið við þuluformið.
Umfjöllunin hér að framan er ekki tæmandi en gefur góða mynd af
því helsta sem börnum hefur staðið til boða af frumsömdum þulum
á síðustu öld og það sem af er þessari. Barnaþulurnar eru stuðl aðar
eftir settum reglum og langflestar samrímaðar, en hrynjandin óreglu-
leg. Braglínu lengdin er mismunandi; sumar þulur hafa þrjá til fjóra
bragðliði, aðrar fimm til sex. Hið klassíska þuluform, sem Yelena Sesselja
Helgadóttir kallar formið á „Ljáðu mér vængi“, er ekki mjög áberandi
í barna þulunum. Það er ljóst að þær þulur fyrir börn, sem hafa verið til
umfjöllunar hér að framan, falla í flokk þulu ljóða, eins og Yelena Sesselja
skilgreinir þau, enda þótt skáld konurnar, sem ortu fyrir börn á fyrri
hluta aldarinnar, hafi vafalaust talið sig vera að yrkja þulur eins og á við
um Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu.
7. Þululjóð eða nútímaþulur?
Það er greinilegt að hugmyndir manna um þulur voru ekki alveg skýrar
um alda mótin 1900 þegar safnið Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar
og þulur kom út enda hefur fólk þá þegar verið vant að blanda saman
mismunandi efni í munn legum flutningi eins og kemur svo vel fram hjá
Theodoru Thoroddsen í Skírni árið 1914.
Skáld konurnar, sem ortu þulur í upphafi tuttugustu aldar, sóttu
fyrir myndir og innblástur í gömlu þulurnar og fleira góss úr þjóð legum
kvæða- og sagna sjóði. Þær löguðu bæði efni og form að breyttum smekk
og tíðaranda. Þótt þær hafi komið böndum á formleysu gömlu þuln anna