Són - 01.01.2014, Blaðsíða 155
skáldskaparfræði frá 17. öld 153
mannlegur breyskleiki, því að annaðhvört af höfðingja reiði skelfdir eður
af fé mútum forspilltir, eður af hatri uppæstir, eður af vináttu vélaðir og
af gúnst gabbaðir, drógu þeir í hlé opinberan sannleika og vildu hann
ei með ljósum orðum útskýra, heldur með skreytnanna inn viklan, hé-
gómans hylmingum og diktanna dulmælum sönn rök og athafnir dylja
og hylja, og þetta á meðal annarra eru rök og yrkisefni til einna og
ann arra skreytilegra og grunsamra frásagna sem í sögum og rímum oft
og ósjaldan fram koma, og meir ýkjur en sannindi virðast mega, jafn-
vel þó skáldin hafi upp á nokkurn grundvöll sannleikans átt stundum
að byggja. Að nú soddan sagnanna ýkjur leyfast stundum (en þó mjög
sparlega, forsjállega og kænlega) í sögurnar inn að færa, sérdeilis það sem
stoðar til heiðarlegs framferðis og lesarann gjörir hygginn og vitran, sem
og einninn hygginna manna geðsmuni hýra og hressa, glaða og lystuga
gjöra, því vantar þá ekki sem með stuðningi eftirdæma og myndug-
leika mikilsháttar sagnameistara það alvarlega halda og keppa að slík
áður nefnd stílingar aðferð megi fram fara, á meðal hvörra er Hiero nymus
Cardanus, hvörs orð svo hljóða í 80. kap. 15. bókar, De rerum varietate8:
Ekki er það lastlegt fyrir sagna meistarann þó hann prýði söguna með
skreytni og ýkjum þar hún er í sér annars tómleg og lang samleg, þó
að Títus Livíus9 hafi þar við spornast en Saxo Grammaticus10 þar af
lofast. Nú mætti einhvör segja, og mér í gegn andsvara, að sér hvör
saga og rímna flokkur eigi að vera sem önnur mey, óspillt, ókrenkt,
skýrleg, heiðarleg, vamma laus og hrein ferðug leg; því skulu smá skreytur
sagnanna og rímnanna nokkurs sinnislag hneyksla, eftir því þær spilla
ei sögunnar sannleika, né heldur skerða hennar atgjörlegleika. Já, að
sönnu, sagna og rímna skreytur og ýkjur spilla ekki né vigla sögunni,
eður rímnaflokk, ekki níða þær, heldur prýða þær henni líka sem gull og
gim steinar skírlífra meyja líkami, hvörjir þó eru að sönnu hinir hrein-
ferðugustu. En svo sem vondar lauslætisskækjur gjöra með skartinu enn
berlegri og mikilfenglegri sinn lauslætisljótleika, í sama máta, þó að
sagan eður flokkurinn sé margbreyttur, fjöl orður og yfirgrips mikill, en
þó öll ástæðan og innihaldið falsað og logið, þá rengist slíkt maklega og
for aktast réttilega, svo sem dristug og dramblát í þessum sínum óhróðri,
hvörs vegna hvör einn rímnaflokkur á ekki að vera óprýddur, ekki berligur,
ekki fáligur, ekki daufligur, heldur prýðiligur, blómligur, skrautbúinn,
8 Hieronymus Cardanus (1501–1576) var ítalskur stærðfræðingur og heimspekingur. De
rerum varietate var fyrst prentað 1557.
9 Livíus Títus (c. 59 f.Kr.–17 e.Kr.) var rómverskur sagnaritari.
10 Saxo Grammaticus (d. um 1220) var danskur sagnaritari.