Són - 01.01.2014, Blaðsíða 41
Baráttan fyrir skáldskapnum 39
Biskup gengur auðsjánlega nauðugur til þessa verks. Hann hafði
ætlað bókinni frá 1871 lengra líf en var nú kominn í mikinn vanda þar
sem áhrifa mestu prestar landsins og fleiri kröfðust úrbóta. Og varla
hefur Stefán Thorarensen glaðst heils hugar er sálma bókinni frá 1871
var hafnað. Hún var barn hans sem hann ætlaði langt líf. Matt hías
Jochums son skrifar Jóni Bjarnasyni árið 1878 um það mál: „Séra Stefán
bál-vondur við biskup, að hans verk skuli ekki hafa orðið eilífara en
þetta! What a pity!!“ (Matthías Jochumsson 1935:259).
Sem eins konar veganesti til sjöskálda nefndarinnar birtir Styr björn í
Höfn grein í Norðanfara í lok árs 1878 þar sem hann for dæmir sálma bók-
ina frá 1871 og læt ur bæði bisk up og Helga Hálfdánar son fá það óþveg ið
fyrir slæ leg vinnu brögð. Styr björn bind ur nú miklar von ir við sjö skálda-
nefnd ina: „Jæa! Það færi nú betur, að sjös kálda nefnd in láti sjer starfa
sinn vel úr höndum fara, og láti sjer annara víti að varn aði verða …“
(Styr björn í Höfn 1878:122).
Fljótlega kvisaðist út að Styr björn væri séra Þorleifur Jónsson á
Skinna stað. Matthías Jochumsson er for vitinn og skrifar honum 27.
mars næsta ár: „Þeir eru farnir að kalla þig „Styr björn“! er það mögu legt?
Segðu mér secreto hvað satt er, ég skal þegja“ (Bréf. Matt hías Jochums-
son til Þorleifs Jónssonar á Skinnastað, 27. mars 1879).
Nú líður og bíður og sálma bókar málinu er lítt hreyft meðan menn
bíða endur bóta.
Ljós í myrkri
Helgi Hálfdánarson lét ekki álit sitt á sálmabókinni 1871 koma fram
opin berlega, sem vart er von þar sem hann hvarf frá útgáfu henn ar,
en skrifaði þess í stað Stefáni Thoraren sen næsta ár þar sem hann lýsir
skoð un sinni: „Í staðinn fyrir nýtt og vandað fat finst mér, að vér höfum
fengið gamalt fúið fat með mörgum og fögrum bótum, en líka nokk-
urum bótum, sem ekki eru efnisbetri né vandaðri en gamla fatið“ (sjá
Jón Helga son 1926:43). Líklega er Helgi hér kominn í hóp þeirra sem
nú risu upp gegn hinu illa bætta fati.
Árið 1873 komu út þýðingar Helga Hálfdánarsonar, Sálmar, út lagðir
úr ýmsum málum. Því verki var fagnað mjög. Þar birtist í fyrsta skipti á
Íslandi sálma bók sem hvergi braut í bága við brag reglur og sýndi svo ekki
varð um villst að sálma má kveða skamm laust sem önnur ljóð. Tíminn
undir nafninu α fagnar útkomu bókar innar og segir:
Bók þessi er hvorki stór nje dýr, en inni hald hennar er svo, að vjer ef-
umst um að nokkur bók hafi komið út nú í mörg ár betri í sinni röð,