Gripla - 01.01.2001, Page 12
10
GRIPLA
sem markaði bókmenntir um aldir, ekki síður veraldlegar en klerklegar (Jager
1993). Og að þeim orðum töluðum er vert að beina sjónum að Gísla sögu.
3. Bókstafur og andi
Gísli Súrsson ,opnar munninn’ fyrsta sinni í sögunni þegar Þorkell bróðir hans
les honum pistilinn af því að hann hefur fyrirvaralaust drepið Bárð vin Þor-
kels, sem er sagður ástmaður Þórdísar. Sagan segir: „Gísli bað bróður sinn
sefast „og skiptum við sverðum og haf þú það sem betur bítur““7 (Gísla saga
Súrssonar 1999:5). Með þessum fáu orðum er strax sett á oddinn að Gísli er
málhagur. í sömu mund er sýnt að hann talar tungum tveim, ef svo má að orði
komast; hann segir eitt en á við annað. Orð hans eru án efa brigsl um að Þor-
kel hafi skort manndóm til að drepa Bárð. Frá kristnum sjónarhóli má því líta
á þau sem salt er hann strái í sár Þorkels eftir víg — þ.e. syndugt athæfi —
sem vitnar bæði um óhóf og skort á réttvísi. En frásögnin af skiptum þeirra
bræðra er ekki einræð, sögumaður kemur nefnilega með svohljóðandi athuga-
semd um orð Gísla: „Hann brá á glens við hann.“ (5) Athugasemdina má túlka
sem aðferð til að vekja athygli á brigslunum en hún kann einnig að vera til-
raun til að afsaka Gísla — sem við upphaf sögu er bæði heiðinn og á æsku-
skeiði. Hún gæti sem sé merkt ,Hann var bara að stríða1 og ef svo væri fæli
hún sennilega í sér dulda aðdáun á leik í máli. En lykilatriði er að með þeim
bræðrum grær aldrei um heilt og Þorkell flyst að heiman um sinn; ekki ein-
vörðungu af því að Gísli hefur vegið Bárð heldur og af því að hann þolir ekki
brigsl hans; „Aldrei varð síðan jafnblítt með þeim bræðrum og ekki þá Þorkell
vopnaskiptið ...“ (5; breytt letur höf.).
Miðhm og túlkun tákna er þar með ein driffjöður átaka í Noregshluta sög-
unnar. Tákn eru til bölvunar, ef ekki vegna óvarlegrar notkunar þeirra, þá af
því að þau eru útlögð á versta veg og við þeim brugðist í samræmi við það.
Síðar í sögunni er þessi afstaða ítrekuð er Þorkell flyst enn að heiman,
hættir búskap með Gísla bróður sínum að Hóli en sest í bú á Sæbóli með Þór-
dísi systur sinni og Þorgrími goða. Það verður í kjölfar samtals Asgerðar, konu
Þorkels, og Auðar, konu Gísla. Þessu sinni er það Auður sem fer gáleysislega
með orð er hún vekur máls á því að Asgerður unni Vésteini bróður hennar
meira en Þorkeli. Þar með kallar hún ekki aðeins fram svar Asgerðar, sem
staðfestir ósæmilega ást hennar, heldur ansar hún sjálf að bragði með orðum,
7 Eftirleiðis verður einvörðungu vitnað til þessarar útgáfu með blaðsíðutali.