Gripla - 01.01.2001, Page 13
HINN SEKI TÚLKANDI
II
sem túlka má svo, að Ásgerður hafi sængað hjá Vésteini eftir að hún giftist.
Auður hefur sér til málsbóta — umfram Gísla í Noregi — að hún heldur að
hún sé á launskrafi við svilkonu sína og veit ekki fyrr en um seinan að Þorkell
verður áheyrsla að tali þeirra. En niðurstaðan er söm: táknin koma í kjölfar
syndarinnar og allt fer í bál og brand. í framhjáhlaupi má nefna að ef til vill er
,tryggð' Auðar við Gísla í útlegðinni ekki aðeins tryggð, heldur og yfirbót
fyrir misgjörðir — orð sem hrundu af stað þjáningarfullri atburðarás.
En persónur sögunnar fara ekki aðeins óvarlega með tákn heldur leitast
þær og við að hafa stjóm á lífi sínu og örlögum með táknum. Þegar Gísli hefur
heyrt spá Gests Oddleifssonar um þá Haukdæli, stingur hann upp á að þeir
sverjist í fóstbræðralag. Hann vonast sem sé til að eiður og táknræn athöfn
muni halda saman því sem spáð hefur verið að sundrist. En uppástungan lýsir
oftrú á táknum sem efni, örvæntingarfullri tilraun til að viðhalda einingu sem
ekki er. Menn þurfa ekki að stofna þjóðdansafélag þar sem allir dansa þjóð-
dansa og ekki fóstbræðralag þar sem allir bera bróðurhug hver til annars. Gísli
segir enda þegar einingartilraun hans hefur mistekist: „Nú fór sem mig gmn-
aði ...“(11) Hann heldur þó áfram að reyna að stjóma atburðarás með táknum.
Það má hafa til marks um hversu upptekin Gísla saga er af táknum og túlk-
un að í henni birtist sjálft symbolon, táknið sem hlutur, sem smíðisgripur aðal-
persónunnar. Þetta tákn er peningur í tveimur hlutum. Hann kemur tvisvar við
sögu; fyrst þegar Gísli smíðar hann og afhendir Vésteini mági sínum annan
helming hans með orðunum: „og skulum við þetta því aðeins sendast á milli
að líf annars hvors okkar liggi við ...“ (14); seinna þegar Vésteinn kemur heim
úr kaupferð og Gísli reynir að hindra að hann fari að Hóli með því að senda á
móti honum sinn helming peningsins. f síðara skiptið heldur peningurinn uppi
atburðarás með tilheyrandi spennu nokkra stund. Hámarki er náð þegar Vé-
steinn stendur með báða hluta hans á Gemlufallsheiði og roðnar við. Hvað
gerir Vésteinn við þessar aðstæður? Andspænis heimasmíðuðu tákni sem hefur
aðeins eina merkingu, ,les‘ hann náttúruna sem tákn, segir „En nú falla vötn
öll til Dýrafjarðar“ og beinir hestinum í fallstefnu ánna á vit dauða síns.
Viðbrögð Gunnars á Hlíðarenda er hestur hans hnýtur á leið til skips, eru
áþekk viðbrögðum Vésteins á Gemlufallsheiði. Þau hafa verið tekin sem dæmi
um ofdramb Gunnars ellegar túlkuð í ljósi örlagahyggju (sjá t.d. Lönnroth,
1976:149-157). Á sama veg má auðvitað túlka frásögnina af Vésteini. En þá er
vert að gæta þess að missa ekki sjónar af atriðum sem hér skal haldið fram að
séu kjami málsins. Á miðöldum litu lærðir menn gjama á sköpunarverkið sem
bók, spegil eða mynd. Allan frá Lille kemst t.d. svo að orði: