Gripla - 01.01.2001, Page 19
HINN SEKI TÚLKANDI
17
grátandi, brá váta,
og eld-Njörun öldu
allskyndila byndi,
hvað hyggr þú mér, hin mæra,
mín sár undir því vám? (70)
Spuming skáldsins kann að vera retórísk, en hitt má og vera að hún sé loka-
staðfesting þess að draumsýnimar snúist ekki síst um þekkingar — og túlk-
unarvanda, líkt og ýmsar draumleiðslur/-sýnir erlendra skálda á síðmiðöldum,
t.d. Chaucers, Boccaccios og Langlands (sjá Kruger 1992:141).
5. Frá ánni Jórdan til Einhamars
Skömmu áður en Gísli ber upp spumingu sína við Auði, hefur hann fyrsta
sinni í sögunni játað að hann hafi gert á hlut annarra.
Slíkt dreymir mig, seima,
sekr er eg við her nökkuð,
bíðum brodda hríðar,
ben, Lofn, er eg sofna (69)
segir hann. Játningin er sem sjá má sögð fram í vísu og þá tengd frásögn af
blóðugum draumi. Fyrir vikið orkar hún ekki sem einber iðrun kristins
manns heldur og sem tilraun til að bægja frá gmni um að draumur hafi for-
spárgildi. Eftirtektarvert er hins vegar að játningin er almenn og einkennist
reyndar af úrdrætti ef ekki hetjulegu sjálfskopi persónu sem veit að hún er ber-
syndug. Því kann hún að vekja með lesendum vangaveltur um hvað Gísli hafi
gert á hlut guðs og manna í lífi sínu öllu, hvaða sekt hann glími við innra með
sér í útlegðinni.
Eins og fyrr var nefnt er hann sekur ger fyrir vígið á Þorgrími en hefur þá
hvað eftir annað breytt ókristilega bæði í orði og verki. Draumkonan hin góða
tekur í siðaboðskap sínum saman ýmis meginatriði er tengjast fyrra lífemi
hans. Hún ráðleggur honum t.d. að leggja sig einvörðungu eftir skáldum sem
„allgott“ (43) kveða og víkur þar með óbeint að því að hann hefur sjálfur ekki
aleinasta ort níðvísur heldur einnig þá vísu „er æva skyldi“. Hún segir honum
og að vega ekki menn að fyrra bragði og vísar þá til vígs Bárðar. Loks sækir
hún til opinberunar Esra og ráðleggur Gísla að leggja þeim sem minna mega