Gripla - 01.01.2001, Page 21
HINN SEKI TÚLKANDI
19
inum í ánum Jórdan og Tígris (De Gammeltestamentlige Pseudepigrafer
1970:537^17). En af því að Gísli hefur vegið hvem aðdáanda Þórdísar á fætur
öðrum, af því að hann kýs að vega mann hennar þó hann gæti komist hjá því
og af því að hann virðist ævinlega taumlaus jafnt í orðum sem gerðum þegar
hún á í hlut — þá kunna að sækja að lesendum aðrar sögur og aðrar persónur
sem sitja á kletti eða klettaeyju í miðju hafi/vatni. Það eru þeir heilagur Greg-
óríus — sem var getinn af systkinum — og Júdas. Þeir gengu báðir að eiga
mæður sínar óafvitandi, líkt og Ödípus, og hafa verið hugleiknir ýmsum
sagnariturum fyrr og síðar. Frá Gregóríusi er t.d. sagt í Reykjahólabók (1970:
1-30) en Júdasi í sögunni Sjóferð heilags Brendans eða Navigatio Sancti
Brendan (sjá Ohly 1992:3, 16-17 og 49-52).13
Sú skýra mynd sem dregin er í Gísla sögu, fyrst af Hergilsey með þver-
hníptu Vaðsteinabergi og seinna af Einhamri þar sem Gísli verst óvinum sín-
um, bendir til þess að huga lesenda sé markvisst beint að syndugum persón-
um, klettaeyjum eða klettum og þar með frekast að þeim Gregóríusi og Júdasi.
Ekki dregur úr að í síðustu vísunni sem Gísli kveður fyrir andlát sitt talar hann
kannski um Þórdísi en ekki Auði eða draumkonuna góðu eins og sumir túlk-
endur hafa talið (sjá t.d. Bergljót S. Kristjánsdóttir 1999:74). Með því mælir
að hann segir að konan sem gleðji hann skuli ,fregna’ að hann hafi varist af
hreysti — en Auður er steinsnar frá Einhamri og draumkonan af öðrum heimi.
Sömuleiðis rekur hann hörku sína til föður síns en Þorbjöm súr hvetur einmitt
við upphaf sögu til þess að gripið sé til vopna gegn Bárði sem hann telur fífla
Þórdísi.
Tengingin við Gregóríus og Júdas varpar þó ekki aðeins ljósi á hugsanlega
gimdarást Gísla á systur sinni heldur minnir hún á að í vestrænni miðalda-
menningu voru þessir tveir hinn útvaldi og hinn fordæmdi — fyrirmyndir um
hvemig bregðast mátti við sekt á þóknanlegan og miður þóknanlegan hátt.
Gregóríus gaf aldrei upp vonina og trúna á að honum yrði fyrirgefið, ekki
heldur þegar honum varð ljóst að hann var ekki einasta getinn með sifjaspell-
um heldur hafði iðkað þau sjálfur. Hann gekk sjálfviljugur til iðrunar á kletti í
hafinu og hlaut fyrirgefningu að sautján árum liðnum. Júdas var hins vegar
seinheppnari en flestir aðrir: Hann gaf sig örvæntingu á vald og svipti sig lífi
stuttu áður en Kristur friðþægði fyrir syndir mannanna (Ohly 1992:4-12 og
17-34 t.d.).
13 Gísli á reyndar íleira sameiginlegt með Gregóríusi og Júdasi. Allir ljósta þeir kumpánar félaga
sinn líkt og Kain bróður sinn forðum; Gísli og Júdas slá fyrst en drepa síðar, Gregoríus slær en
aðhefst ekki frekar.