Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 26
24
GRIPLA
ars úr vör líkt og rímnaskáldin gerðu þegar þau hófu upp raust sína.2 Þá vaknar
sú spuming hvort skáldið sem við getum hér leyft okkur að kalla Egil hafi
nokkru sinni farið ferð sína til Jórvíkur og skírskotunin til eikurinnar, skuts
knarrarins með mærðar hlut vísi þá einvörðungu til ferðar hugarins. Um leið
vaknar önnur spuming: hvort Jórvíkurferðin sjálf sem lýst er með svo mikilli
hind í sögunni sé ekki hugarsmíð frá rótum? I raun sé lesandi sögunnar eða
áheyrandinn skilinn eftir með tvær áleitnar spumingar: Var ferðin farin? Var
hún aðeins til í huga skáldsins, nauðsynlegt innlegg í persónulýsingu Egils?
Og hvar eru þá skilin í ferðalýsingum milli þess sem er raunverulegt og hins
sem er það ekki og raunspekingar kalla hugarburð?
Ég rifja upp þessi alkunnu sannindi hér vegna þess að í öllum ferðalýsing-
um miðalda, a.m.k. þeim sem ég þekki, er lesandinn skilinn eftir með þessar
tvær spumingar og til þess að grafast fyrir um merkingu þeirra verður hann að
kanna hugmyndir miðaldamanna um heiminn og þau vísindi sem lögðu þeim
lið við ferðalýsingar.
í íslenskum bókmenntasögum hafa fomar ferðalýsingar ekki verið taldar
sérstök bókmenntagrein. Þeim hefur oftast verið skipað með fornaldarsögum
eða ekki um þær fjallað.3 Þannig hefur t.d. lítt eða ekki verið rætt um Yngvars
sögu víðförla, og Eiríks saga víðförla var lengi vel talin með fomaldarsögum
og prentuð með þeim í ritsöfnum, en þangað á hún ekkert erindi eins og ég
mun ræða frekar hér á eftir. Um leiðslur hefur þó verið fjallað sérstaklega.
Fomum ferðalýsingum má skipa í þrjá flokka:4 1) leiðslur, en þær em
stærsti flokkurinn,5 2) farabækur pílagríma,6 3) ferðabækur dýrlinga og ver-
2 Á tvíræðnina í merkingu orðsins far benti Hermann Pálsson fyrstur manna (1962:70-71) og
sýndi fram á að orðið vísaði til skipsins sem flutt hefði Egil til Jórvíkur og formúlunnar skip
dverga sem haft er um skáldskap. Um skyldleika upphafserindisins við erlenda skáldskapar-
hefð, sjá Sverrir Tómasson 1978.
1 Sjá Finnur Jónsson 1924. Den oldnorske og oldislandske litteraturs historie 111:86-89. Hann
tengir sögumar við fomaldarsögur en kallar Eiríks sögu víðförla „et kristeligt æventyr" (88)
og Yngvars sögu segir hann vera „et digt fra 14. árh.s forste halvdel uden nogen egenlig histo-
risk overlevering som grundlag". (89) I bókmenntasögu Jan de Vries (II 1967:533) er aðeins
minnst á Yngvars sögu víðförla.
4 Um norrænar ferðasögur er fjallað í greinasafninu: Viaggi e viaggiatori nelle letterature scandinave
medievale e moderne 1995. Ritstj. Fulvio Ferrare. Þar er þó ekki gerð tilraun til að flokka sögumar.
5 Almennt yfirlit um íslenskar leiðslur er í grein minni, Trúarbókmenntir í lausu máli á síðmið-
öld, íslensk bókmenntasaga II 1993:269-273.
6 Engin íslensk farabók (itinerarium) pflagríms hefur varðveist heil. Leiðarlýsing Nikulás
Bergssonar ábóta frá Munkaþverá til Jórsalaborgar hefur verið felld inn í handritið AM 194
8vo sem prentað er í útg. Kr. Kálund í Alfræöi I 1908:3-31; sjá einnig Sturlunga saga I—II.
Skýringar ogfræði 1988:49-65, sjá hér aftar bls. 33-34.