Gripla - 01.01.2001, Page 27
FERÐIR ÞESSA HEIMS OG ANNARS
25
aldlegra manna,7 en þær má finna bæði meðal íslendinga sagna og dýrlinga
sagna. Hér við bætast allmargar landalýsingar sem ýmist eru sjálfstæðar eða
felldar inn í stærri frásagnir og með fylgja þá kort af veröldinni. Við þess hátt-
ar lýsingu hefur Snorri Sturluson stuðst í upphafi Heimskringlu.8 9
Þó ég hafi skipað hér fomum ferðalýsingum í þrjá flokka eru frásagnir
þeirra náskyldar og skarast á marga vegu. Þar að auki er í flestum íslenskum
fomum lausamálsverkum sagt frá margvíslegum fömm og ófömm íslenskra
ungmenna til erlendra höfðingja; þetta era hinar svokölluðu utanfarir, famar til
raunar höfðingjasonum. Gunnlaugur ormstunga kemur t.d. heim í Borgarfjörð
reynslunni ríkari og Olafur Höskuldsson verður frægur af för sinni. En ég ætla
ekki að ræða slíkar mannraunir heldur snúa mér að hinum eiginlegu ferða-
sögum og lýsingu þeirra á fjarlægum þjóðum, stöðum og undrum.<,
2
I ritningunni er örsjaldan minnst á annan heim. Trúarjátningin segir að Kristur
hafi stigið niður heljar og í Fyrra Pétursbréfi greinir frá því að Kristur hafi
farið og predikað „fyrir öndunum í varðhaldi". (1. Pét. 3:19) Páll postuli seg-
ist hafa þekkt mann sem hafi verið hrifinn burt „allt til þriðja himins ... upp í
Paradís“. (2. Kór. 12:2—4) Segja má að þessar örfáu athugasemdir hafi orðið til
þess að kristnir menn tóku að skrifa frásagnir um ferðir til annars heims. Þær
eru vel þekktar í íslenskum miðaldabókmenntum, þó að kunnasta verkið af
þessu tagi, hin svokallaða Opinberun Péturs hafi ekki verið þýdd. En Niko-
demus guðspjall er vel þekkt á Islandi og er til óheilt í tveimur mjög gömlum
þýðingum og kallast Niðurstigningar saga.10 Sömuleiðis var Visio Pauli, Páls
leiðsla, kunn hér á landi. Hún var upphaflega samin á grísku á þriðju öld en
snúið á latínu á hinni áttundu. Af henni era til a.m.k. 10 gerðir, en það er eink-
um fjórða gerðin sem þýdd var á þjóðtungur. Hún er til í íslenskri þýðingu í
handriti frá 15. öld, en er líklega nokkuð eldri. (Sverrir Tómasson 1993:269;
7 Hér má telja Brandanus sögu, Yngvars sögu víðförla og Eiríks sögu rauða.
8 Um landalýsingar í fomíslenskum verkum er yfirlit hjá Finni Jónssyni II 1923:932-935. Til er
kort af svokallaðri T-0 gerð í handritinu GKS 1812 4to, en sá hluti handritsins sem hefur að
geyma kortið er frá öndverðri 13. öld. Landalýsingar eru algengar í upphafi sögulegra verka á
miðöldum og má minna t.d. á upphaf 1. kafla í Kirkjusögu Bedu prests.
9 Sjá um mannraunir: Joseph C. Harris 1972:1-27, Susanne Kramarz-Bein 1995:137-167.
10 Niðurstigningar saga var gefin út af C. R. Unger í Heilagra manna sögum II 1877:1-20. Sjá
um Niðurstigningar sögu: Magnús Már Lárusson 1955, Gary L. Aho 1969.