Gripla - 01.01.2001, Side 28
26
GRIPLA
Tveitane 1965:5-6) í Páls leiðslu koma fram nokkur minni sem einkenna allar
leiðslubókmenntir upp frá því: Sagan er sögð í fyrstu persónu eintölu; sögu-
hetjan fellur í dá og yfir í annan heim fylgir sál hennar engill, sem oftast er
nefndur leiðtogi. í Páls leiðslu er það enginn annar en erkiengillinn Mikjáll.
í leiðslum sem ættaðar eru frá meginlandi Evrópu eru áfangastaðir ferðar-
innar oftast þrír en fjórir í þeim írsku. Þessir viðkomustaðir eru: víti, hreins-
unareldur og loks paradís, en í írskum og engilsaxneskum leiðslum bætist við
jarðneskur sælustaður, áður en sálin stígur inn í paradís. (Spilling 1975:98-
99; Dinzelbacher 1981:90—120) í Niðurstigningar sögu er áfanginn þó aðeins
einn: neðri byggðir, sjálft víti.
Þær hugmyndir sem fram koma í leiðslum um staði annars heims eru yfir-
leitt mjög hefðbundnar. Staðarákvarðanir eru óljósar og engin áttatáknun. Elu-
cidarius, sú kennslubók sem miðaldamenn fræddust einna helst af um heiminn
og sköpun hans, segir t.d. að „hit efra helvíti er hinn neðsti hlutr þessa heims“.
(Elucidarius 1989:122) Nákvæm lýsing á þessum heimshluta þekkist ekki hér
þegar undan er skilin útlistun Snorra á heiðinni heljarvist í Snorra Eddu, en sú
heimsmynd sem hann dregur þar upp er að nokkru leyti sótt til kennslubóka í
kristnum sið. (Sigurður Nordal 1920:114; Margaret Clunies Ross 1987:159-
162) í Duggals leiðslu sem samin er á latínu á 12. öld en þekkist í íslenskri
þýðingu frá upphafi 14. aldar, er leiðsögn sálarinnar um vistarverur vítis aðal-
atriðið — en enga raunsæja lýsingu á þeim er þó þar að finna, svo mjög sem
nútíma lesandi hefði kosið að fá a.m.k. eins og eina kyrralífsmynd úr þessum
stað. Að vísu koma fyrir setningar þar sem augljóst er að landslag er til á þess-
um slóðum; dalur einn er þar og hann er sagður djúpur og „fullr glóandi
glóða“. (Duggals leiðsla 1983:25) Sálin og leiðtogi hennar ganga leið sína,
til eins undarliga mikils fjalls, auðnar ok ógnar. Fjall þetta gaf þrgngan
veg Qllum umfQrQndum. En þeim megin fjallsins sem vegrinn var, þá
vall hinn fúlasti daunn ok brennusteins logi, myrkr sem kolreykr. En
Qðrum megin í mót var íss, frosinn snær ok hinir hvQssustu vindar með
hinum meinsQmustum hQglum. (27-28)
Ahersla er lögð á að lýsa píslum sálnanna í víti og má nefna t.d. píslir hór-
dómsmanna: þar koma Duggall og leiðtoginn að húsi sem var opið og „svá
mikit sem hit hæsta fjall at mikilleik. En þat var kringlótt sem ofn“ (47). En
hórdómsmennimir,