Gripla - 01.01.2001, Síða 30
28
GRIPLA
á þó lítið skylt við locus amoenus, yndislaut veraldlegra manna, ritklifi sem
Emst Robert Curtius (1965:202-206) hefur glögglega lýst, heldur virðist stað-
urinn vera eins konar andlegur gleðivöllur (campus letitie), þar sem sér engan
skugga.
Fyrir miðaldamönnum voru víti, hreinsunareldurinn og paradís stað-
reyndir, staðir sem menn þurftu að sækja heim og dvelja þar lengur en drykk-
langa stund; og að vissu leyti eru leiðslur fyrir miðaldamönnum raunsæisbók-
menntir; hugur viðtakenda kortleggur unaðsstaði og vesældar. Menn fara að
leita að yndisstöðum á jörðunni og paradís er merkt inn á kort miðaldamanna,
t.d. Heimskortið frá Ebstorf. (Spilling 1975:95) Lærðir menn virðast einhuga
um hvar paradís á jörðu sé að finna. ísidór frá Sevilla fullyrðir að hún sé í
austri (Etymologiae 191 l:xiv.3,2; sbr. Spilling 1975:95) og sömu skoðunareru
Hrabanus Maums og Honorius Augustodunensis enda segir hann í Elucidarius
að paradís sé: „Hinn fegrsti staðr í austri. Þar eru alls kyns tré ok aldin í gegn
meinum manna.“ (Elucidarius 1989:45) Nákvæmari er landagreinin í Hauks-
bók og AM 194 8vo, handritum frá 14. öld sem eiga sér þó eldri rætur og
byggja á margvíslegum lærðum bókum og munnlegum frásögnum.12
3
Eiríks sögu víðförla má hiklaust telja með sérstæðustu ferðasögum sem skrifað-
ar hafa verið á íslensku. Hún segir frá þrænskum manni, Eiríki að nafni, sem
strengir þess heit að leita, ef hann fyndi þann stað sem heiðnir menn kalla
„Ódáinsakr, en kristnir menn jprð lifandi manna eðr Paradisum“. (Ein'ks saga
víðförla 1983:4) Eiríkur siglir síðan á braut og heldur fyrst til Danmerkur en
síðan til Miklagarðs, — og „ggrðiz fyrst Norðmanna sómi út í Miklagarði“ (14).
Ekki er vitað með vissu hvenær Eiríks saga hefur verið skrifuð fyrir önd-
verðu, en eitt aðalhandrit hennar er Flateyjarbók svo að óhætt mun að telja að
hún sé samin fyrir 1395. Sagan er langt frá því að vera einungis ferðasaga; hún
er líka eins konar lærdómsrit. í Miklagarði upphefst t.a.m. eins konar spum-
ingaleikur milli konungs og Eirfks. Er hann í fyrstu spumingar og svör um
sköpun heimsins, fræði sem að mestu em fengin úr Elucidarius og De imagine
Þegar litið er á heimskort frá þessum tíma verður að hafa hugfast að þau eru eins konar tilraun
til að sætta guðfræði og greindarvísindi, koma hugmyndum guðfræðinnar heim og saman við
þær staðreyndir sem reynsluheimurinn tjáði höfundunum. Sjá um þetta efni Evelyn Edson
1997:163.
12