Gripla - 01.01.2001, Page 32
30
GRIPLA
fagrt land, grgsin hvít sem purpuri við sætum ilm ok miklum blóma ok
flutu hunangslækir um alla vegu landsins. Þetta Iand var langt ok slétt.
Sólskin var þar svá at aldri var þar myrkt ok aldri bar skugga á. Logn
var þar í lofti, en lítill vindr á jgrðu til þess at þá kenndi hinn sæta ilm
heldr en áðr ... (74-76)
Skilja verður Eiríks sögu sem veraldlega leiðslu. Sál Eiríks ferðast ekki —
sagan segir ekki frá sálförum heldur verður að líta svo á að Eiríkur hafi ferðast
lengst í austurátt; hann hafí ætlað sér að finna paradís, en hún var í austri eins
og ég hef rakið hér að framan og fram kemur í þekktum innlendum sem
erlendum lærdómsritum frá þessum tíma.
4
Ritstjóri handritsins AM 194 8vo hefur fellt farabók, Leiðarvísi Nikulás ábóta
Bergssonar, inn í almenna heimslýsingu. Inngangur hennar í útgáfunni hefst á
upphafsorðum úr Veraldar sögu um manninn Móses sem hóf þá þrifnaðarsýslu
að rita helgar bækur.13 Strax þar á eftir víkur hann að andlegri paradís, síðan að
hinni jarðnesku, en hann lýkur svo forspjallinu á almennri lýsingu á landa-
skipan. Þar næst hefst frásögn af áfangastöðum pílagríms sem sækja skal heim
Róm og Jerúsalem sér til sáluhjálpar; það er hinn eiginlegi Leiðarvísir.
Heimsmynd ritstjórans er skýr; hún snýr lesandanum frá austri til vesturs
og síðan að miðpunkti heimsins, Jerúsalem. Fyrri pósturinn um paradís er
sagður eftir Móses. Þar er ekki vísað til neinnar höfuðáttar:
Paradisus heitir staður; sá er eigi á himnum og eigi á jörðu heldur er
hann í miðju lofti jafnnær himni og jörðu svo sem hún var sett af guði.
Paradisus er fjórum tigum mílna hærri en Nóaflóð varð. Paradisus er
öll jafnlöng og jafnbreið. Þar er hvorki fjall né dalur; þar er eigi frost
né snjór; þar eru allir landskostir ... (Alfræði I 1908:3—4; Sturlunga
saga. Skýringar ogfræöi 1988:49)
Ekki hefur tekist að rekja þennan póst til þekktrar heimildar, en brot af
textum sömu ættar og í AM 194 8vo finnast í AM 764 4to og AM 736 I 4to,
13 Útg. AM 194 8vo (Alfræði I), Kr. KSlund, hefur ekki búið til prentunar illlæsilegan hluta af I.
kveri handritsins; hliðstæðan texta þessa parts hdrs. má finna í GKS 1812 4to. Texti heims-
lýsingarinnar sem gefinn er út í Alfræöi I byrjar á 2. kveri hdrs.