Gripla - 01.01.2001, Síða 33
FERÐIR ÞESSA HEIMS OG ANNARS
31
Eirspennli (AM 47 fol) og Hauksbók. Hin klausan um paradís er sögð vera eftir
Jóhannes postula og segir þar að paradís sé í austri eins og fram kom einnig í
Elucidarius og birtist glöggt í lýsingu Einks sögu víðförla af Odáinsakri.
Það er hugsanlegt að ritstjórinn hafi með þessum tveimur póstum viljað
Ieggja áherslu á tvenns konar skilning á paradís: annars vegar sem spiritualis
beatorum mansio, andlegan stað hinna sælu eða góðu manna, áttlausan íveru-
stað mitt á milli himins og jarðar, og svo hins vegar jörð lifandi, Ódáinsakur,
sem fjögur stórfljót (Phison, Nilus, Tigris, Eyphrates) renna frá. (Sbr. Alfræði
I 1908:6-7) Slík túlkun er nærri hinum bókstaflega eða sögulega skilningi
Orðsins sem virðist vera algengasta túlkunarleið íslenskra helgisagnaritara á
miðöldum.
5
Yngvars saga víðförla gerist eins og Eiríks saga víðförla í Austurvegi. Ekki er
alveg Ijóst hve hún er gömul.14 Þýskur fræðimaður, Dietrich Hofmann
(1981:188-222; 1984:107), hugði að hún ætti sér gamlar rætur, væri unnin
upp úr forriti sem Oddur munkur Snorrason hefði samið í lok 12. aldar. Hof-
mann lagði þar út af merkilegum eftirmála sem nefnir bæði Odd og heimildar-
menn hans með nafni. Oddur á að hafa stuðst við frásögn þeirra Klökku Sáms-
sonar og Glúms Þorgilssonar sem ekki eru kunnir úr öðrum heimildum. Hof-
mann færði þar og til nokkur orð sem honum þótti bera þess merki að væru
misskilningur skrifarans úr gömlu forriti. Skoðanir Hofmanns eru athyglis-
verðar, en rök hans fyrir svo háum aldri sögunnar eru ekki sannfærandi. Áhrif
eru sjáanleg frá fomaldarsögum eins og Örvar-Odds sögu og er sennilegast að
telja beri söguna eins og hún er nú til 14. aldar ritverka.
Yngvars sögu víðförla má eiginlega skipta í femt. í inngangi sögunnar er
sagt frá venslum Yngvars við Svíakonunga; síðan hefst ferð hans austur á bóg-
inn í landaleit, þar sem hann vill eignast eigið ríki, verða konungur. En í tveim
síðustu hlutum sögunnar er sagt frá för sonar hans, Sveins, á sömu slóðir,
hvemig hann kristnar heiðingja og gengur að eiga Silkisif drottningu eftir að
lík föður hans hafði verið fært til kirkju og hann sagður heilagur. Frásagnar-
hátturinn er raunsær og ekki bregður fyrir þeirri umræðu um sköpun heimsins
og skilning á höfuðskepnum sem miðhluti Eiríks sögu víðförla einkennist af.
14
Sbr. 3. nmgr. hér að framan. Útg. sögunnar Emil Olson (Yngvars saga 1912:lxxvi-lxxvii) hélt
því fram að sagan væri frá 14. öld.