Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 34
32
GRIPLA
Augljóst virðist að höfundur sögunnar hefur haft fyrir sér einhverjar landalýs-
ingar, en eftirtektarverðust er hún fyrir nokkur minni um undur sem vert er að
vekja athygli á.
í Austurvegi siglir Yngvar eftir á einni mikilli. A þeirri siglingu sjá föm-
nautar hans „sem hálft tungl stæði á jgrðunni“. (14) Valdimar, einn félaga
hans, fer nóttina eftir að leita þessa staðar. Segir þá sagan:
Hann kom at þar sem upphæð varð fyrir honum, sú er gullslitr var á, ok
sá hann hvat því olli, því at þar var allt þakit ormum. En fyrir því at
þeir sváfu, þá rétti hann spjótskepti sitt þar til sem einn gullhringr var
ok dró hann at sér. Þá vaknaði einn yrmlingr, ok vakti sá þegar aðra hjá
sér, unz Jakúlus var vaktr. (14)
Nokkram dögum síðar kemur Yngvar að borg. Þar var ein virðuleg kona sem
ávarpar hann, en Yngvar svarar engu því að
hann vildi freista ef hún kynni fleiri tungur at tala; ok svá reyndiz at
hún kunni at tala rómversku, þýversku, dpnsku ok girzku ok margar
aðrar er gengu um Austrveg. (15)
Yngvari leikur hug á að vita um upptök ár þeirrar er hann siglir eftir. Jólfur,
þarlendur höfðingi, fræðir hann um það og segir honum að hún féll úr
uppsprettu þeirri:
er vér kgllum Lindibelti. Þaðan fellr ok gnnur til Rauðahafs ok er þar
mikill svelgr, sá er Gapi er kallaðr. A milli sjóvar ok árinnar er nes þat
er Siggeum heitir. Áin fellr skammt, áðr hún fellr af bjargi í Rauðahaf,
ok kgllum vér þar enda heims. En í þessi áinni er þú hefir farit eptir,
liggja úti illgerðamenn á stórum skipum ok hafa pll skipin hulin reyri
svá at menn hyggja þat eyjar. (18)
Ferðir Sveins era að nokkru leyti endurtekning á för Yngvars, en vert er að
benda á frásögn sögunnar á einum stað af viðskiptum Sveins við innfædda:
á pðrum degi gengu menn Sveins enn til kaupa við landsmenn, ok
keyptuz við um hríð. Þá vildi einn girzkr maðr (ripta) skinnakaup þat,
er þeir hpfðu nýkeypt. Þá reiddiz heiðinginn ok laust knefa sínum á
nasir honum, svá at blóð stgkk á jgrð. Þá brá hinn girzki sverði ok hjó