Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 35
FERÐIR ÞESSA HEIMS OG ANNARS
33
heiðingjann í tvá hluti. Þá hljópu landsmeðr á burt með miklu ópi ok
kalli ok því næst kom saman herr óvígr. (35-36)
Annar heiðingi varpar að liði Sveins eplum tveimur og Sveinn vill ekki bíða
hins þriðja og leggur ör á streng:
Qrin kom á nef honum. Þá var því líkast at heyra sem þá hom brestr í
sundr, ok vatt hann upp við hpfðinu, ok sáu þeir at hann hafði fugls
nef. (37)
Yngvars sögu lýkur svo að Sveinn sonur Yngvars reisir kirkju sem biskup
vígði síðan „guði til dýrðar ok Qllum helgum með nafni Yngvars". (46)
Það fer ekki milli mála að sá sem setti Yngvars sögu saman hefur haft
kynni af margvíslegum lærðum fróðleik um lönd og þjóðir. Jakúlus sem hann
nefnir er vel þekktur úr Orðsifjum ísidórs þar sem hann er nefndur hinn fljúg-
andi ormur, serpens volans (Etymologiae 1911 :xii.4,29). Loðmenni, kýklópar,
einfætingar og fuglsnefjungar em að öllum líkindum fengnir úr ritum sem hafa
fjallað um kynþætti Pliniusar, — og sumt af því ættfólki hefur fengið skrifaðar
um sig minningargreinar íHauksbók (1865:6-7; 1896:150-156). En hin minn-
in: Lýsingin á landsháttum, kaupskapurinn við innfædda sem og tungumála-
kunnátta koma öll fyrir ritum sem menn hafa talið geyma raunsannar frásagnir.
6
Næst Danmörk er Svíþjóð hin minni, þá er Eyland, þá er Gotland, þá
Helsingjaland, þá Vermaland, þá Kvenlönd tvö og em þau norður frá
Bjarmalandi. Af Bjarmalandi ganga lönd óbyggð of norðurætt uns við
tekur Grænland. Suður frá Grænlandi er Helluland, þá er Markland, þá
er eigi langt til Vínlands hins góða er sumir ætla að gangi af Afrika, og
ef svo er, þá er úthaf innfallanda á milli Vínlands og Marklands. Það er
sagt að Þorfinnur karlsefni hjoggi húsasnotrutré og færi síðan að leita
Vínlands hins góða og kæmi þar er þeir ætluðu það land og náðu eigi
að kanna og engum landskostum. Leifur hinn heppni fann fyrstur Vín-
land, og þá fann hann kaupmenn í hafinu illa stadda og gaf þeim líf
með guðs miskunn. Og hann kom kristni á Grænland, og óx þar svo að
þar var biskupsstóll settur þar er í Görðum heitir. England og Skotland
er ein ey, og er þó sitt hvert konungsríki. írland er ey mikil. ísland er og