Gripla - 01.01.2001, Síða 37
FERÐIR ÞESSA HEIMS OG ANNARS
35
höfundur Brandanus sögu þekkir (G. Orlandi 1992:1063-1064), haft áhrif á
íslenska sagnahefð, (Heilagra manna sögur II 1877:335-488; Tveitane 1968:
8) — og í íslenskum sögum birtast mörg sömu minnin, t.d. hafgerðingar og
skipasmíði. En aðaltilgangur verksins er að sýna fram á að leit ber árangur,
fyrirheitna landið fínnst í vestri og sagt er frá fundi þess. Þetta minni á Brand-
anus saga sameiginlegt með íslenskum ferðasögum.15
8
Vínlands sögur, Grænlendinga saga og Eiríks saga rauða, eru frægastar frá-
sagnir íslenskar um landafundi.16 Þær hafa verið taldar með íslendinga sögum
og oftast gefnar út með þeim í ritsöfnum. Vafasamt er þó að þar eigi þær
heima. Grænlendinga sögu er t.a.m. kippt úr Olaf sögu Tryggvasonar í Flat-
eyjarbók. Ólafur Halldórsson segir svo um þá tilvist:
sögunni er skotið inn í Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu í tveimur
hlutum. Fyrsti kapítuli er skrifaður í dálk 222.45.—223.40 á eftir 221.
kap. ÓlTr, en 2.— 8.kap. í dálk 281.46— 288.26 áeftir 261. kap. ÓlTr.
Sagan er í þeim hluta handritsins sem Jón prestur Þórðarson skrifaði.
Upphaf sögunnar hafa menn talið glatað. (1985:369)
Vegna þessarar varðveislu er vafasamt að telja hana sjálfstætt verk. Með
textafræðilegum líkindareikningi er þó unnt að færa að því lrkur að einhvem
tíma hafi hún verið til sem sjálfstæð saga og þá kennd við Eirík rauða eins og
fram kemur í fyrirsögn í handritinu, en eins og sagan er nú verður að fjalla um
hana í samhengi við Ólafs sögu Tryggvasonar hina mestu — og síðast en ekki
síst setja hana inn í hugmyndafræðilegt samband við þá sögu. Þetta hefur enn
ekki verið gert að neinu ráði, svo að ég viti, og þar sem sagan er ekki til sjálf-
stæð í miðaldahandritum er út í hött að tala um sérstaka byggingu Grænlend-
15 Ég ætla mér ekki að ræða hér um Landnámabækur, en get ekki stillt mig um að rekja hér tvö
kristin minni sem koma þar fyrir. Flóki siglir í vestur frá Noregi, á leiðinni sleppir hann hröfn-
um líkt og Nói í örkinni dúfum og finnur eyland, ísland. Þórólfur háseti hans segir við heim-
komu Flóka til Noregs að á landinu drjúpi „smjpr af hverju strái" (ÍFI 1968:38). í Iengri gerð
Örvar-Odds sögu má reyndar sjá sömu minni og í Brandanus sögu, þegar Örvar-Oddur fer að
leita Ögmundar Eyþjófsbana í ftrðinum Skugga á Hellulandi, sjá FAS 11:247-251, sbr. s.r. 318.
16 Hér verður ekki tekin afstaða til þeirra bóka og ritgerða sem hafa reynt að meta sanngildi
hinna svokölluðu Vínlands sagna. Yfirlit um þau efni má finna í inngangi Ólafs Halldórssonar
að Eiríks sögu rauða í íslenzkumfornritum IV (1985:341-367; 377-390).