Gripla - 01.01.2001, Side 38
36
GRIPLA
inga sögu, enda þótt bera megi frásagnir hennar saman við Eiríks sögu rauða.
Það er og augljóst, eins og Ólafur Halldórsson hefur glögglega sýnt fram á, að
munnleg heimild hlýtur að liggja að baki sameiginlegu efni beggja sagnanna.
(Ólafur Halldórsson 1985:377-380)
Eg ætla hér ekki að tala um einstök efnisatriði þessara sagna eða rekja efni
þeirra eða hugmyndir um lönd í smáatriðum, en þess í stað reifa örfá atriði
sem máli skipta. Eiríks saga rauða hefur t.a.m. ekki þá byggingu sem ein-
kennir allflestar Islendinga sögur. Ekki verður vart þar við tvískiptingu frá-
sagnarinnar og ekki skipast hún niður í hefðbundið hefndarmynstur. Sé hún
hins vegar borin saman við Yngvars sögu víðförla eru nokkur augljós sam-
kenni sem vert er að benda á: 1) Upphaf þar sem söguhetja á í deilum er leiðir
til þess að hún fer á brott: Eiríkur nemur Grænland — Yngvar vill verða kon-
ungur; 2) landaleit — og fundur nýs lands: landið er grænt að nafninu til, þó
ekki sígrænt eins og Ódáinsakur, — en í báðum sögum er um nýtt landnám
(ríki) að ræða; 3) enn frekari landaleit, afkomendur söguhetjunnar Einks rauða
fara a.m.k. tvívegis í landaleit, — Sveinn sonur Yngvars víðförla vinnur land
í Austurvegi eftir að Yngvar hafði snúið þaðan aftur; 4) í sögulok sigrar krist-
inn siður: Sveinn reisir kirkjur í Austurvegi, — Leifur kristnar Grænlendinga,
Guðríður Þorbjamardóttir verður formóðir biskupa.
Eftirtektarvert er og að nokkur önnur minni og frásagnaratriði eru sam-
eiginleg og má þar nefna: 1) bardaga við innfædda menn sem eru mýmargir
og berjast af hörku; 2) kaupskap við innfædda menn sem verður til þess að
einn er veginn og lýstur þá í bardaga; 3) tungumálakunnáttu er áfátt, græn-
lenskir menn á meginlandi Ameríku ala upp Skrælingaböm og virðast læra
ýmislegt af þeim, en í Yngvars sögu má kalla að menn tali tungum; 4) fugls-
nefjungur er í Yngvars sögu, einfætingur í Eiríks sögu.
Eiríks saga rauða er varðveitt í Hauksbók og Skálholtsbók. Hauksbók er
rituð á fyrsta áratugi 14. aldar, en Skálholtsbók á 15. öld. Forrit þeirra kann
því að vera frá 13. öld. Eiríks saga getur því verið eldri en Yngvars saga og sú
síðamefnda hefði getað þegið sitthvað frá hinni fyrmefndu. En minnin em
þess eðlis að líklegast má telja þau upphafleg í ferðasögum, sögum um landa-
leit, frásögnum um leitina að fyrirheitna landinu, líku því sem sæll Brendan
ætlaði sér að finna, en þó jörð lifandi manna, leit sem reyndar er minnst á
biblíunni, 4. Mósebók og hljóðar svo í Stjóm I:17
17 Stjóm I er talin vera sett saman á öndverðri 14. öld, en líklegast er sá texti unninn upp úr eldri
þýðingu á Gamla testamentinu. Sama frásögn er reyndar vel þekkt úr ritgerð Ólafs hvítaskálds
Þórðarsonar (d. 1258), þar sem hann vitnar í kveðskap eftir Nikulás ábóta, sjá Grammatiske af-