Gripla - 01.01.2001, Page 43
VÉSTEINN ÓLASON
LIST OG TVÍSÆI í SNORRA EDDU'
I
Snorra Edda er sem kunnugt er meðal helstu heimilda okkar um trúarbrögð
Norðurlandabúa fyrir kristnitöku en einnig um íslenska — og að nokkru leyti
norska — skáldskaparhefð frá því fyrir ritöld. Merking mikilvægra kafla í
verkinu er óljós og umdeild. Menn deila einnig um hvemig verkið hafi upp-
haflega verið saman sett, hvað hafi staðið í því. Hér er ætlunin að kanna hvort
athugun á rithætti eða öllu heldur ritháttum verksins geti skerpt skilning á
ýmsum álitamálum um merkingu þess.
Fyrr á tímum álitu fræðimenn að Snorri hefði verið lítt kristinn og jafnvel
trúað á heiðin goð. Þessa viðhorfs gætti einkum á nítjándu öld, og enn hélt
Hans Kuhn því reyndar fram 1942 að Snorri hefði ekki aðeins trúað á tilvist
hinna mannlegu ása, sem komu frá Asíu til Svíþjóðar, heldur einnig guðanna
sem þeir dýrkuðu og sögðu Gylfa frá.1 2 Margir eldri fræðimenn töldu því að
allt sem bæri keim af miðaldaguðfræði og lærdómi, svo sem formálinn og
ýmsar klausur í Gylfaginningu og Skáldskaparmálum, væru viðbætur. Einnig
varð sá munur sem er á upphafi Ynglinga sögu og formála Snorra Eddu tilefni
til þeirrar ályktunar að Snorri hefði samið upphaf Ynglinga sögu, sem sam-
ræmdist hugmyndum um hinn þjóðlega og sjálfstæða snilling, en ekki formál-
ann, sem talinn var einkennast af sundurleitum hálflærðum hugmyndum og
1 Grein þessi varð til í nokkrum áföngum. Fyrst flutti ég erindi með heitinu „Snorra Edda som
litterært verk“ á málstofu við Institutt for nordistikk og litteraturvitenskap, Óslóarháskóla, 20.
mars 1998. Á grundvelli þess samdi ég mjög breyttan fyrirlestur „Fantasy and Irony in Snorra
Edda“ og flutti við háskólana í Basel 29. október og í Erlangen 6. nóvember 1998. Þessi fyrir-
lestur var svo enn umsaminn og þýddur til flutnings sem Sigurðar Nordals fyrirlestur á vegum
Stofnunar Sigurðar Nordals í Norræna húsinu 14. sept. 1999. Viðaukar við það erindi eru hér
allmiklir, en einnig hefur ýmsu verið breytt í framsetningu með tilliti til annars birtingarforms.
Stuðst er við útgáfu Finns Jónssonar, Edda Snorra Sturlusonar (Kaupmannahöfn 1931).
2 Sbr. „Das nordgermanische Heidentum in den ersten christlichen Jahrhunderten," Zeitschrift
fiir deutsches Altertum 79 (1942), 132-66; endurpr. Kieine Schriften 2 (Berlin 1971),
296-326.