Gripla - 01.01.2001, Blaðsíða 44
42
GRIPLA
vera síðari tíma samsuða. Andreas Heusler ræðir málið rækilega í „Die ge-
lehrte Uhrgeschichte im altislándischen Schrifttum“.3 Niðurstaða hans er að
formálinn sé „Machwerk“ sem „geraume Zeit nach Snorris Tode und gewiK
nicht von einem persönlichen Schiiler Snorris geschrieben wurde“ (106).
Hann telur þó að einhver formáli hljóti að hafa verið fyrir Gylfaginningu og
að eitthvað kunni að vera eftir af honum í hinum varðveittu gerðum (106-
107). Um mismun Ynglinga sögu og formálans segir Heusler:
In der Y(nglinga) s(aga) spricht ein innerlich gebildeter Islánder, der
von fremdem Wissen nur wenig braucht, dieses Wenige aus keinem
Buche unmittelbar abschreibt, es korrekt (nach den MaBstáben seiner
Zeit) und wohlbesonnen verwendet und es mit sicherm Stilgefuhl der
vaterlándischen Úberlieferung ein- und unterordnet. Der Schreiber des
Formáli prunkt mit oberfláchlich aufgerafftem Buchwissen und mit
fremdsprachigen Namen, die er zum Teil aus der Handschrift kopiert,
seinen MiBverstándnissen hált seine Willkur die Waage, aus Heimi-
schem und Fremdem schafft er ein buntscheckiges Bild (105).
Þótt Heusler færi ýmis rök fyrir niðurstöðu sinni, er ljóst að meginforsendan er
fyrirfram mótuð hugmynd hans (eða hugsjón) um menningu íslenska þjóð-
veldisins og hugmyndaheim Snorra, og þess vegna fer röksemdafærsla hans
einatt í hring. I bók sinni um Snorra Sturluson, sem birtist árið 1920, tekur
Sigurður Nordal aðra afstöðu, og gerir þar ráð fyrir að formálinn sé hluti
verksins. Hann vissi vel að ýmsar af hugmyndum formálans voru mótuð mynt
á miðöldum og gerði sér fulla grein fyrir því að Snorri hlaut að vera mótaður
af kristnum hugmyndaheimi, en taldi þó að Snorri hefði verið óháður fordóm-
um klerkastéttarinnar og unnið á mjög sjálfstæðan hátt úr efnivið þeim sem
hann hafði milli handa. Um afstöðu Gylfaginningar til eldri heimilda hefur
Sigurður skáldlega líkingu:
Þannig verður þá að líta yfir Gylfaginningu eins og að líta yfir gamlan
bæ, þar sem búið hefur verið og bygt í 10 aldir. Af sumum elztu húsun-
um standa ekki nema rústir einar, tum eða gafl, sem veggflétta og mosi
vefjast um. Sumsstaðar hefur hið foma haldið sér og við það verið
bætt, þar ægir saman gömlu og nýju, ýmsum byggingarstílum, við-
3 Kleine Schriften 2 (Berlin 1969, frumpr. í Ahliandlungen der Preufiischen Akademie der
Wissenschaften, phil.-hist. Klasse, 1908, Abh. Nr. 3), 80-161, sjá einkum 95-108.