Gripla - 01.01.2001, Qupperneq 46
44
GRIPLA
hörku í riti sem birtist 1988. Hann telur að formálinn geti ekki verið eftir
Snorra vegna þess að greinilegar mótsagnir séu milli hugmynda formálans og
ýmissa hugmynda í Gylfaginningu. An þess að halda því fram að Snorri hafi
verið heiðinn, snýr hann að vissu leyti aftur til fyrri aðferðar, þar sem reynt var
að hreinsa Snorra Eddu af kristilegri hugsun og rýma út ósamkvæmni úr verk-
inu. Hann kemst því að svipuðum niðurstöðum og Heusler, þótt viðhorf hans
til hins germanska arfs séu mjög ólík viðhorfum Heuslers og hinna eldri fræði-
manna. Hér er ekki svigrúm til að andmæla röksemdum von See fyrir því að
formálinn sé ekki hluti af því verki sem eigna megi Snorra, enda hafa aðrir
gert það.9 Meginatriði er það auðvitað að formálinn er varðveittur í öllum
gerðum, þótt ekki sé hann alls staðar jafnlangur. Einnig hefur verið sýnt fram
á margvíslegan skyldleika milli orðaforða formálans og Gylfaginningar.10 En
spumingin er einnig hvort það sem von See og fleirum virðist vera ósamræmi
milli formálans og Gylfaginningar sé það í raun og veru.11 Þótt hér sé ekki fall-
ist á niðurstöður von See um formálann er rit hans merkilegt framlag til um-
ræðunnar um samband innlends arfs og kristins lærdóms í íslenskum ritum,
ekki síst Snorra Eddu og Heimskringlu.
Baetke gengur ekki svo langt í túlkun sinni á Snorra Eddu að halda því
beinlínis fram að í rammafrásögn Gylfaginningar sé litið á guðina sem illa
Altertumskunde 6 (Berlin, New York 1986), 394-412, og Margaret Clunies Ross, Skáld-
skaparmál. Snorri Sturluson’s ars poetica and medieval theories oflanguage (Odense 1987).
9 Klaus von See, Mythos und Theologie im skandinavischen Hochmittelalter. Skandinavistische
Arbeiten 8 (Heidelberg 1988), 18-30. Andstæðri skoðun um formálann er t.d. haldið fram hjá
Ulrike Strerath-Bolz, 1991. Kontinuitat statt Konfrontation. Der Prolog der Snorra Edda und
die europáisclie Gelehrsamkeit des Mittelalters. Frankfurt (Texte und Untersuchungen zur
Skandinavistik, 27). Rækilega almenna rökræðu við von See og andstæðar skoðanir er að
finna hjá Gerd Wolfgang Weber, „Snorri Sturlusons Verhaltnis zu seinen Quellen und sein
Mythos-Begriff," Snorri Sturluson. Kolloquium anlafilich der 750. Wiederkehr seines Todes-
tages, ritstj. Alois Wolf (Tiibingen 1993), 193-244; endurpr. Gerd Wolfgang Weber, Mythos
und Geschichte. Essays zur Geschichtsmythologie Skandinaviens in Mittelalter und Neuzeit
(Trieste 2001), 43-82. Önnur framlög til þessarar deilur eru m.a. Lars Lönnroth, ritd. um
Mythos und Theologie í Skandinavistik 20 (1990), 43^17, Klaus von See, „Zum Prolog der
Snorra Edda,“ Skandinavistik 20 (1990), 111-126, og „Snorris Konzeption einer nordischen
Sonderkultur," Snorri Sturluson. Kolloquium anlafilich der 750. Wiederkehr seines Todes-
tages, 141-177, um formála Snorra Eddu sjá einkum, 141-146.
10 Anne Holtsmark, Studier i Snorres mytologi. Skrifter utg. av Det Norske Videnskaps-Akademi
i Oslo. II. Hist. Filos. Klasse, Ny Serie 4 (Oslo 1964), 6-8.
11 Athyglisverð er umræða Edith Marold um þetta efni í greininni „Der Dialog in Snorris Gylfa-
ginningf Snorri Sturluson. Beitrage zu Werk und Rezeption, ritstj. Hans Fix (Berlin, New
York 1998), 131-180, sjá einkum 147-161. Eins og fleiri fræðimenn gengur hún þó mjög
langt í að ætlast til að Snorri sé alltaf sjálfum sér samkvæmur.