Gripla - 01.01.2001, Qupperneq 48
46
GRIPLA
Skáldskapar mál ok heiti margra hluta. Síðast Háttatal, er Snorri hefir
ort um Hákon konung ok Skúla hertuga.14
Texti Uppsalabókar er þó í ýmsu frábrugðinn texta annarra meginhandrita
verksins, Konungsbókar, sem oft er talin viðlíka gömul og Uppsalabók, Orms-
bókar, sem er nokkru yngri, og Trektarbókar, sem er frá 16. öld en talin eftirrit
handrits frá 13. öld.15 Hvert þessara handrita, að undanskilinni Trektarbók,
hefur ýmislegt sérefni sem venja er að telja viðauka.
En hvernig er hægt að vita hvað Snorri skrifaði í raun og veru, eða lét
skrifa? Er hægt að komast svo nálægt texta hans að unnt sé að gera sér mynd
af höfundi textans og hugmyndaheimi hans? Þeir sem skrifuðu þessar mið-
aldagerðir verksins — svo að ekki sé minnst á aðrar sem skrifaðar voru eftir
siðaskipti — hafa hver á sinn hátt tekið textann í sundur og sett hann saman á
nýjan leik; þannig hefur hver búið til sína eigin Eddu með því að sleppa úr for-
ritum, bæta við þau og breyta orðalagi eða röð.16 Hver einstök gerð er vissu-
Iega rannsóknar virði sem tjáning á áhugamálum ritstjóranna og öld þeirra. En
áhugi fræðimanna hefur löngum beinst að þeim texta sem þeir telja að Snorri
hafi látið eftir sig og hvemig hann hafi verið orðaður. Menn eru nokkuð sam-
mála um að Snorri hafi samið Gylfaginningu, Skáldskaparmál og Háttatal,
eins og lýst er í inngangsorðum Uppsalabókar, og að orðalagið sé oft best
varðveitt í Konungsbók, sem skrifuð var á fyrri helmingi 14. aldar, en þó sé
textinn stundum betri í öðrum handritum. Flestir telja einnig að formálinn sé
frá Snorra kominn. Frumgerð Snorra Eddu er þó eilíflega glötuð, og það er
ekki einu sinni víst að hægt sé að tala um eina fmmgerð, því að Snorri kann að
hafa látið frá sér fleiri gerðir en eina. Ef við viljum rannsaka verk hans verður
sú rannsókn að miðast við endurgerðan texta.
Hér verður miðað við þá endurgerð Snorra Eddu sem af flestum er talin
komast næst verki Snorra og sett er saman af formála, Gylfaginningu, Skáld-
skaparmálum og Háttatali. En lesandi rekur sig fljótt á að jafnvel þessi gerð er
14 Snorre Sturlassons Edda. Uppsala-liandskriften DG 11 (Uppsala 1977), 1.
15 I meginútgáfum Snorra Eddu og ljósprentunum helstu handrita er rækilega um þau fjallað.
Stutt greinargerð um handritin og aldur þeirra er hjá Sverri Tómassyni, „Nýsköpun eða endur-
tekning? íslensk skáldmennt og Snorra Edda fram til 1609,“ Guðamjöður og arnarleir. Safn
ritgerða um eddulist, ritstj. Sverrir Tómasson (Reykjavík 1996), 1-64, sjá einkum 2-9; sjá
einnig Hubert Seelow, „Zur handschriftlichen Uberlieferung der Werke Snorri Sturlusons,"
Snorri Sturluson. Beitrage zu Werk und Rezeption, 246-254.
16 Sjá Thomas Krömmelbein, „Creative Compilers. Observations on the Manuscript Tradition of
Snorri’s Edda" Snorrastefna, ritstj. Úlfar Bragason (Reykjavík 1992), 113-129.