Gripla - 01.01.2001, Síða 50
48
GRIPLA
hann hafi samið Heimskringlu, og Snorra Eddu má einnig sjá fyrst og fremst
sem sögulegt verk, þ.e. verk sem reynir að bregða upp mynd af fortíðinni til
að skilja arfleifð hennar í samtímanum. Það er í fullu samræmi við lærdóms-
hefðir miðalda að semja athugasemdir eða skýringar við foma texta og setja
fram reglur um hvemig eigi að setja nýja saman, eins og gert er í Skáldskapar-
málum og Háttatali, en verkið í heild hvílir á sögulegum grunni, því að trúar-
brögðin tilheyra fortíðinni, og skáldskapurinn á þar líka rætur sínar þótt hann
hafi lifað fram á daga Snorra. Hvort tveggja er sett í sögulegt samhengi í for-
málanum. Ohætt er líka að gera ráð fyrir að áhuginn á því að varðveita hefð-
bundnar aðferðir til að setja saman skáldskap spretti af almennum áhuga á
menningu fortíðarinnar, á sögunni.18
Efniviðinn sem Snorri hafði áhuga á, þegar hann var að semja Eddu, get-
um við skilgreint sem hefð, eða með hans eigin orðum sem forn fræði. Við
þekkjum þessi fræði einnig úr öðrum heimildum, svo sem eddukvæðum eða
fomum hirðkvæðum sem vitnað er til í Heimskringlu og fleiri verkum auk
Eddu sjálfrar. Hin fomu fræði birtast líka í kenningum, í þulum, fomaldar-
sögum og víðar. Sumt af því sem Snorri segir okkur frá fær staðfestingu í
erlendum ritum, svo sem Danasögu Saxa, á myndum höggnum í steina eða
skomum í tré, rúnaristum o.s.fr. Vafalaust hefur Snorri einatt beitt eigin
ímyndunarafli eða ályktunargáfu til að tengja saman og fylla í eyður, en hann
hefur heldur ekki sagt frá öllum fræðum sem hann kunni eða þekkti til.
Snorri Sturluson var kristinn maður og hafði numið bókleg fræði. Deilt er
unr hve mikil þekking hans á latínu og latínubókum hafi verið, en hún þarf
ekki að hafa verið ýkja mikil. Við vitum ekki hvort eða að hve miklu leyti
hann hafði tileinkað sér með eigin lestri ýmsar hugmyndir, sem hann hefur
sameiginlegar með bóklærðum samtíðarmönnum sínum, en margt hefur verið
auðnumið af máli annarra. Mikilvæg fræðslurit eins og Elucidarius voru til í
íslenskum þýðingum, og í ræðum kirkjunnar manna, óskráðum og skráðum,
var mikinn fróðleik að finna. Anthony Faulkes hefur vegið og metið röksemd-
18 Á þetta hafa ýmsir bent, t.d. Anne Holtsmark sem segir (1964, 13), „Snorre har som bekjent
ikke skrevet bare mytologi; han var historiker, hans innstilling til mytene er ogsá historisk, idet
han vil gi dem en forankring i fortidig virkelighet". Anthony Faulkes kveður enn fastar að orði
þegar hann segir („The Sources of Skáldskaparmál: Snorri’s Intellectual Background,"
Snorri Sturluson. Kolloquium anláfilich der 750. Wiederkehr seines Todestages, 76): „He is
neither a theologian nor a mythologer, but a historian in all his writings”. Hægt er að taka
undir það með Marold (1998, 131), að trúarbragðasagan og guðfræðin séu vissulega í þjónustu
skáldskaparfræðinnar, en allt er þó bersýnilega sprottið af hinum sögulega áhuga, er sögulegt
í víðum skilningi orðsins.